Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 43
Indriði Einarsson
25
var hún leikin veturinn 1928-29 þá
alls 15. sinnum, og hafði þá 10.
febrúar verið leikin 91 sinn. — Á
Akureyri var þessi gerð leikin vet-
urinn 1923-24, en hin eldri gerð
liafði verið leikin þar um aldamót-
in.#) Nánar er ekki tækilegt að
rekja sögu þessa vinsæla leiks.
Auðvitað er hætt við því, að
pólitískum andstæðingum Indriða
hafi lítt getist að “Nýjársnótt-
inni,” en flestir munu þó liafa orð-
ið að viðurkenna, að með því var
ritinu á engan liátt spilt, enda mun
hin pólitíska stefna ritsins síðar
liafa farið alveg fram hjá mönn-
um. Man eg það, að eg hafði enga
hugmynd um hana, er eg sá “ Nýj-
ársnóttina” 1917. — En það bezta
sem um “Nýjársnóttina” hefir
verið skrifað er formáli Paul Her-
manns fyrir þýðingu lians: Die
Neujahrsnaeht. Islandisches
Marcliendrama in 5 Akten von
Indridi Einarsson . . . Eingeleitet
und erklart von Paul Hermann.
Torgau, 1910.
Veturinn eftir að “Nýjársnótt-
in” vngri var leikin í fyrsta sinn
tók Leikfélagið enn nýtt leikrit
eftir Indriða til meðferðar. Nefnd-
ist það “Stúlkan í Tungu; sjón-
leikur í 5 þáttum”** *) og var það í
fyrsta sinn leikið 26. des. 1909 en
alls 7 sinnum. Aðsókn var fremur
lítil, leikurinn mun liafa þótt léleg-
ur í samanburði við “Nýjársnótt-
ina,” auk þess gerðu snöggvar
senubreytingar hann erfiðan á
leiksviði.
*)lslendingur 21. des. 1923.
**)Sjá leikskrá Leikfél. Rvíkur VI:2 1909-
1910.
Leikurinn var saminn upp úr
þjóðsögunni: “Bóndadóttirin í
Hafrafellstungu” í Huld 1:62-69.
Er það eitt af mörgum afbrigðum
af æfintýrinu um þær karlsdætur
Asu, Signý og Helgu. Partur úr
leiknum liafði verið prentaður í
Sunnanfara 1901,*) svo hann er að
minsta kosti frá því um aldamót.
Eftir þessum kafla að dæma virð-
ist verkið liafa verið miðlungi gott
aðeins.
VII.
Þá er loks komið að síðasta leik-
riti Indriða: “Dansinum í
Hruna.” Þess er áður getið, að
þetta efni tók að sækja á liann um
það leyti sem hann var að lesa
undir stúdents-próf. Eftir það lá
það á kafi undir realisma, lands-
reikningum og fleiru, þar til 1916,
að höfundurinn fór að draga það
fram úr rykugu hugskotinu. Sum-
arið 1917 var hann suður í Hafnar-
firði að fást við leikritið og' liafði
þá grindina tilbúna, 1‘ en myndirn-
ar innan í umgerðinni voru sumar
að skýrast en sumar voru langt úti
í þokunni.”**) Bæddi hann leik-
inn við liúsmóður sína, og gaf hún
honum nokkrar bendingar, meðal
annars að hann skyldi hafa djákna
í leiknum. Næsta sumar mun hann
enn hafa fengist við leikinn, að
minsta kosti var hann fullbúinn,
nema síðustu tvær vísurnar, haust-
ið 1918. Endirinn vildi samt ekki
verða til, og nú var ekki að fara í
smiðju til húsfreyju, því hún var
*)Sunnanf. IX:62-G4, 68-70 (“Kafli úr ó-
prenuöum sjónleik” eftir I. E.).
**)Sbr. “fFrú Kristiana Snæland” eftir I. E.
Isafold 12. okt. 1918. Á heimili hennar var
I. E. vanur að búa. Hún dó 30. sept. 1918.