Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 49
Indriði Einarsson
31
spakur Indriði reyndist um leik-
ritasmíðina. Ef til vill hefir hann
skrifað í starfsgleði yfir “Nýjárs-
nóttinni.” Hitt gat hann ekki vit-
að þá, að fánm árum síðar mundu
þeir Jóliann Sigurjónsson og Guð-
nundur Kamban skáka öllum, er
þá fengust við leikritagerð í Dan-
mörkuJ) Hann gat bent með stolti
á þá staðreynd í næstu grein, sem
hann ritað um málið, í Óðni (1915,
10:73-84) : “íslenzkt leikhús.” Þar
við bættist, að efnahagur lands-
manna liafði vaxið liröðum skref-
um, svo nú þóttist hann geta eggj-
að landa sína lögeggjan:
“1 nafni listarinnar, vegna ís-
lenzks þjóðernis og vegna heiðurs
þjóðarinnar, krefst eg þess, að hér
verði reist sæmilegt leikhús. ’ ’ Ár-
inu áður liafði honum komið í hug
hvernig hægt væri að afla f járins
á sem auðveldastan og réttlátastan
hátt. Það var með því að leggja
skatt — 10% — 20% — á skemtan-
ir landsmanna, einkum Reykvík-
inga.##) Með þeim hætti var liægt
að láta jafnvel lélegustu skemtanir
eins og Báruböll og lélegar kvik-
myndir styðja gott málefni. Ind-
riða tókst að vekja áliuga Alþingis
fyrir hngmyndinni, enda var hún,
mest fyrir atfylgi Jónasar Jóns-
sonar, síðar ráðherra, tekin npp í
lög um skemtanaskatt 22. nóvem-
ber 1918 og 20. júní 1923; en þan
lög gengu í gildi 1. október 1923.
Nefnd var skipuð af stjórninni til
*)Svo segir t. d. H. Kjaergaard: Die danische
Literatur der neuestén Zeit. Kopenhagen,
Levin & Munksgaard, 1934, bls. 184.
**)Sbr. “pjóðleikhússhugmyndin” eftir I. B.
Mbl. 8. apr. 1923 og “Pjóðleikhúsið.” Viðtal
við I. E. Mbl. 15. jan. 1925.
að hafa eftirlit með skemtanaskatt-
inum og ráða leikhúsbyggingunni;
átti Indriði að sjálfsögðu sæti í
henni. Alt gekk að ósknm, skemt-
anaskatturinn hringlaði í kassan-
um, og menn fóru að della um
það, hvar þjóðleikhúsið ætti að
standa,*) en upp átti það að vera
komið 1930. “Kemst þó seinna
fari,” sagði Indriði,**) en 1929
var þó svo langt komið málinu, að
staðurinn var ákveðinn við Hverf-
isgötu á hægri hlið Landsbóka-
safnsins.***) Og þannig atvikað-
ist það að á því herrans og hátíðar
ári 1930 var virkilega hafin vinna
Hð grunn þjóðleikhússins,f) og
Indriði gat a. m. k. lýst útliti þess
fyrir Alþingishátíðargestunum.j;)
Að vísu gekk hann þess ekki dul-
inn, að það yrði nokkur ár á upp-
siglingu, “It is a long way to Tip-
perary” skrifar hann. En þrátt
fyrir biðina og ýms vonbrigði önn-
ur lætur liann ekki hugfallast, en
heldur áfram að hvetja menn til
starfa og ráða mönnum heilt í leik-
húsmálinu, af sinni löngu reynslu
og miklu þekkingu.§)
*)Sbr. I. E.: “Leikhúsið, sem er I fæðingu”
Mbl. 27. jan. 192 5, og I. E. “Pjóðleikhúsið
nýja” Dagblaðið 12. febr. 1925.
**)“Leikhúsmálið” eftir I. E., ísland 21 maí
1927.
*'"*)Sbr. I. E. “pjóðleikhúsið” Alþbl. 27. nóv.
1929 og Vörður 7. des. 1929.
t)Sbr. ísaf. 27. ág. 1930.
í)“Leiklist og leikhús,” Fálkinn Alþ.hát.-
blað, bls. 40-41.
§)I. E.: “Sjónleikir og þjóðleikhús” Eim-
reiðin 1932, 38. 285-295. Árið 1934 fór
hann til Danmerkur og notaði þá tímann til
að kynna sér alt um leikhús og skrifa um
það I Visi 2.-19. sept. 1924.