Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 58
40
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
eigi til bóksala, en lét liana þó
fræðimönnum í té með leiðrétting-
um sínum. Fékk bókin af þessum
ástæðum harla takmarkaða út-
breiðslu. Engu að síður er hún
merkileg. Hún var brautryðjanda-
rit—fyrsta íslenzk málfræði gefin
út utan Norðurlanda og fyrsta
málfræði tungu vorrar samin á
ensku.
Ást Marsh og áliugi hans á ís-
lenzkum fræðum komu einnig fram
í frumsömdum og þýddum ritgerð-
um hans um fornbókmentir vorar.
Hann ritaði all-langa grein um þær
undir fyrirsögninni, “Old Nortli-
ern Literature,” í “American
Whig Review, I. bindi, 1845; var
hún samin sem inngangur að
greinaflokki um það efni, en fram-
lialdið kom ekki, livað sem valdið
hefir. Nokkrum árum áður hafði
hann þýtt á ensku, með athuga-
semdum, fyrri hlutann af ritgerð
•P. E. Mullers, Sjálandsblskups, um
uppruna, þróun og hnignun ís-
lenzkra .sögu bókmenta, “The Or-
igin, Progress, and Decline of Ice-
landic Historical Literature,” og
var sú þýðing prentuð í tímaritir.u
“American Eclectic,” I. og II.
bindi, 1841, en það fjallaði um
heimsbókmentir að fornu og nýju.
En ritgerð Mullers liafði uppruna-
lega komið út í “Nordisk Tidskrift
for Oldkyndighed. ” Marsh ritaði
einnig um sænskar bókmentir í
‘ ‘ American Eclectic, ’ ’ en hann var
vel að sér í sænsku, eigi síður en
íslenzku og dönsku.
Þá koma kynni Marsh af íslenzk-
um fornbókmentum og aðdáun
hans á norrænum mönnum ótvírætt
í ljós í fyrirlestri hans “The
Gotlis in New England” (Gotarnir
í Nýja-Englandi, 1843). Með
“Gotum” á hann þar við ger-
manska menn og norræna, og vakti
það fyrir lionum, að sýna fram á
áhrif liins germanska (norræna)
kynstofns — Engil-Saxa — á skap-
gerð og' hugsunarhátt enskra for-
feðra þeirra Ný-Englendinga,
hreintrúarmannanna. Iiélt hann
því fram, að hið g'öfugasta í ensku
lundarfari og erf'ikenningum væri
af germönskum (norrænum) toga
spunnið. Yakti fyrirlestur þessi
mikla athygli, en mæltist vitanlega
mjög misjafnlega fyrir. En mælsk-
ur er hann og magni þrunginn, og'
liinn íhyglisverðasti.
Hvað merkilegasti þátturinn í
útbreiðslustarfi Marsh í þágu
fræða vorra er hið íslenzka bóka-
safn lians, sem, ásamt öðrum bók-
um lians, hefir verið eign Vermont
University síðan 1883. Auðsætt er
af fyrsta bréfi Marsh til Rafns
(1833), sem að ofan var vitnað í,
að hann er þá þeg'ar farinn að afla
sér rita um bókmentir Norður-
landa og norræn fræði, og hélt
hann því áfram fram á síðustu ár.
1 hinni prentuðu bókaskrá yfir
safn lians (“Catalogue of the
L i b r a r y of G eorge Perkins
Marsh,” Burlington, 1892) tekur
upptalning'in á ritum um Island og
íslenzkar bókmenför yfir nærfelt
sjö blaðsíður, í stóru broti (337-
343). Er þar að finna allar lielztu
útgáfur af íslenzkum fornritum,
Eddunum og sögunum, sem prent-
aðar höfðu verið fram yfir miðja
19. öld; einnig' margar merkustu
bækur um þau, norræna tungu,
fornfræði og goðafræði, sem út