Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 77
Nolikur orð um tunglöld og pakta, og fleira
59
klukkutíma á hverjum 15 lengdar-
stigum til vesturs. Hvað páskun-
um viðvíkur, gæti útkoman stund-
um orðið sú, að þeir væru viku fyr
í einum stað en 'öðrum. Því til
sönnunar mætti benda á árið 1930.
Á íslandi var tungl fult á sunnu-
dag' 13. apríl, kl. 4:48 f. m. Sam-
kvæmt reglunum skyldu páskar
vera þar næsta sunnudag, þ. e. 20.
apríl. Hér í Bremerton var klukk-
an 9:48 e. m. á laugardaginn 12.
apríl, þegar þetta sama tungl varð
fult. Eftir því liefðu páskar átt að
haldast liér næsta sunnudag, sem
var að morgni eða 13. apríl.
Sólaröld.
Margar fleiri aldir og tímahil
frá fomri tíð mætti nefna.- Skal
hér aðeins með fáum orðum minst
á þrjár, í viðbót við það, sem á
undan er gengið: Sólaröld, Skatt-
öld Rómverja og Júlíanska tíma-
bilið.
Sólaröld hefir 28 ár. Talið er
]íklegt, að hún hafi ekki orðið til
fyr en á dögum Nikeu-þingsins.
Sólaröld á ekkert skylt við gang
sólar og mætti miklu fremur lieita
sunnudagastafaöld, af því að hún
var aðallega liöfð til þess, að gera
mönnum léttara fyrir, að finna
sunnudagsbókstafinn. Svo sem áð-
ur er skýrt, er sunnudagsbókstafur
einn á liverju almennu ári en tveir
á hlaupárum. Sólaröld var látin
byrja með hlaupári og því ári gefn-
ir sunnudagsstafirnir GF, sem var
í alla staði eðlilegt, með því að
•stafirnir ganga jafnan afturábak
(G, F, E, D,C,B, A). Nú eru 4 ár
í hverju hlaupárstímabili í gamla
stíl, og viku- eða dagastafirnir eru
7. Það er þessvegna auðsætt, að
sunnudags-stafirnir gátu eigi kom-
ið í sömu röð, né sömu stafir á
hlaupárum oftar en einu sinni á 7
sinnum 4 árum, þ. e. einu sinni á
28 ára fresti. Árið 328 e. Kr. var
1. ár sólaraldar. Reikni maður
aftur á bak kemur í ljós, að 1. ár
e. Kr. hefði átt að vera 10. ár sól-
araldar. Samkvæmt því er auðvelt
að finna ár sólaraldar á hvaða ári
sem vera skal, því að ekki er annar
vandinn en að bæta 9 við ártalið og'
deila svo summunni með 28; af-
gangurinn er sólaraldar ár þess
árs; gangi ekkert af, er 28. ár ald-
ar. Ritað í formálaformi verður
þetta:
þar sem S merkir sólar-
28 ) a
aldarárið, X ártalið c," a afganginn. Dæmi:
íTvert er ár sólaraldar 1936? Svar, 13. ár,
þvl að,
/ 1936 + 9 V =13.
\ 28 )a
Þegar tímatalið var endurbætt
1582 komst ruglingur á sunnudag.s-
bókstafina, svo að síðan hefir sól-
aröldin eigi byrjað á GF eins og
hún gerði allajafna í gamla stíl.
Það kom til af því, að 10 dagar
voru feldir úr fyrsta ári nýja stíls,
og síðan hefir þremur dögum ver-
ið slept í viðbót. á yfirstandandi
öld hefst sólaröld á sunnudags-
stöfunum FE. Eingin breyting
verður á núverandi stafaröð fyr en
árið 2100; það ár verður enn einum
degi slept. Það er ef til vill ofur-
lítið fljótlegra, að finna sunnu-
dagsbókstaf með sólaröld lieldur
en með sunnudagsbókstafs formál-
anum, munurinn sá, að sólaraldar
aðferðin dugar ekki lengur en til
loka 21. aldar, en hin aðferðin er
ævarandi.