Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 78
60
Tímarit Þjóðrceknisfélags íslendinga
Skattöld Rómverja.
Skattöld Kómverja er 15 ára
tímabil. Iiún er þannig til orðin,
að stjórnarvöldin rómversku lögðu
sérstakan skatt á þjóðina, til þess,
að ná saman fé til herbúnaðar og
stríðskostnaðar. Þessi skattlög
voru látin standa óbreytt í 15 ár.
Að þeim tíma liðnum voru þau tek-
in til íhugunar á ný, endurskoðuð,
aukin eða breytt, eftir því sem við
þótti þurfa, í það og það skiftið.
Að því búnu lét keisarinn boð út
ganga, kunngerandi öllum, sem
lutu hans veldi, að virðing hefði
farið fram á eignum manna um
gervalt keisaradæmið, og eftir
þeirri virðingu yrði farið með
skattálögur í næstkomandi 15 ár.
Slíkur boðskapur var nefndur
indictio á rómversku máli; en síð-
ar fluttist þetta heiti yfir á tíma-
Inlið sjálft, sem ]iá var nefnt
indictio Romæ, til aðgreiningar frá
grísku 15 ára tímabili, .sem var
með nokkuð líkum hætti.
Þegar fram liðu stundir, tóku
ýmsii- að miða ártalið við þessa
rómversku skattöld, þótt venjan
hefði lengst af verið sú, að telja
frá uppliafi Rómaborgar. Sagt er
að Konstantínus mildi (272-337)
liafi tekið það upp fyrstur manna,
og svo sögu- og annálaritarar eftir
hans daga. Fjöldi kirkjurita og
nokkrar páfabullur frá 4. og 5. öld
eru dagsett að skattaldartali. Það
tímatal, sem nú liöfum vér og liefst
með fæðingu Krists, kom ekki á
gang fyr en á 6. öld. Höfundur þess
er talinn rómverskur ábóti, Dion-
ysius Elxiguus (þ. e. hinn litli) að
nafni, dáinn um 540 e. Kr. Þetta
nýja tímatal var þá þegar tekið
upp á ítalíu og færðist það svo
smám saman norður um álfuna á
næstu öldum. Til Islands kom það
með kristnitökunni árið 1000.
Skattöld Rómverja var látin
liefjast með árinu 313 e. Kr. Var
þá sag't að þetta eða það hefði skeð
t. d. á 3. ári 1. skattaldar, á 12. ári
5. aldar, o. s. frv. Ef við nú teljum
til baka, þá lendir 4. ár skattaldar
á 1. ár e. Kr. Formáli til að finna
með skattöld Rómverja verður þá:
r> — ( N ,Þar sem R merkir skatt-
aldarárið, X ártalið og a afganginn. Ef
ekkert gengur af, er 15. ár skattaldar. Vilji
eg t. d. vita hvert sé ár skattaldar 1936, þá
er,
/ 1936 + 3 \ -4
B= \ 15 / a '
Júlíanska tímabilið.
Þetta tímabil varð ekki til fvr en
á 16. öld e. Kr. Höfundur þess var
Joseph Justus Scaliger (1540-
1609). Hann var ítalskur að ætt,
en fæddur á Frakklandi og' ól þar
allan sinn aldur, að undanteknum
13 síðustu árum æfinnar, er liann
var kennari í háskólanum í Leyden
á Hollandi og lézt þar 1609.
Scaliger var með lærðustu mönn-
um meðal Frakka á sinni tíð,
tungumálagarpur mikill og allra
manna fróðastur um tímatal forn-
aldarþjóða. Eftir hann liggja
mörg rit um bókmentir Grikkja og
Rómverja, og 1583 birtist frá hon-
um sérstakt rit um tímatal þeirra
og annara fornþjóða. í þessu riti
bætir Scaliger við nýrri öld, sem
hann kallar Júlíanska tímabilið,
kendi það við föður sinn, Júlíus
Cæsar Scaliger, sem líka var fróð-
leiksmaður mikill, heimspekingur
og skáld. Þessa nýju öld bjó
Scaliger til upp úr þremur eldri