Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 91
Upphaf borgaralegs hjónabands á íslandi
Magnús Kristjánsson (“mormóui”) og Þuríður Sigurðardóttir
Eftir Jón Pálsson fyrv. l)ankagjaldkera.
Það eru hjón ein, Magnús Krist-
jánsson, oftast nefndur “Magnús
mormóni” og kona hans, Þuríður
Sigurðardóttir, erfiðleikar þeirra
og ótrauð málafylgja til þess að
bindast löglegum hjúskaparbönd-
um, sem eg ætla að gjöra að um-
talsefni í þetta sinn. Þetta er
áreiðanlega einsdæmi og sigur
þeirra í því máli merkilegur og
mjög undraverður. —
Faðir Magnúsar hét Kristján
Kristjánsson bónda í Efraseli í
Stokkseyrarhreppi og Salgerðar
Einarsdóttur, Eiríkssonar frá
Borg, þess, er sagt var að úthýst
hafi dreng þeim, árið 1755, er
Skerflóðs-Móri varð af, og hefi eg
ritað þá sögu alla á öðrum stað.
Salgerður, amma Magnúsar Krist-
jánssonar mormóna, var systir
Þuríðar Einarsdóttur formanns,
og er saga hennar einnig til.
Magnús mormóni var enn á unga
aldri þá er hann misti móður sína,
Katrínu Magnúsdóttur, systur
Gísla í Vestari-Móhúsum og g'ift-
i.st Kristján, faðir Magnúsar, í
annað sinn. Voru þau hjónin fá-
tæk mjög og ólst Magnús upp hjá
þeim við liarðan kost, sökum fá-
tæktarinnar og eig’i síður vegna at-
lætis og umhyggjuleysis stjúpmóð-
ur sinnar. Hann fór því á mis við
alla fræðslu á æskuárum sínum,
enda var þes.s lítill kostur að geta
notið fræðslu og svo var einnig
hitt, að þá var mönnum yfirleitt
ekki ljóst, að neinnar annarar
fræðslu væri þörf en þeirrar, að
reka kýr og moka f jós. — Að vísu
var barnaskóli á stofn settur þar í
hreppnum árið 1852, tíu árum eftir
að Magnús fæddist og liafði því
Magnús bæði aldur til og hæfileika
góða að sækja þann skóla, eins og
önnur börn á hans reki, en þar stóð
fátæktin og liinn fáránlegi hugs-
unarháttur almennings í vegi. Iiið
eina, sem Magnús kann að liafa
getað hnýst í af því tæi, mun að
einhverju leyti hafa verið bækur
þær, er Þorsteinn Jónsson, síðar
“ Eyjalæknir, ” liafði undir hönd-
um og notaði við nám sitt, en hann
ólst upp á næsta bæ við Magnús og
var aðeins þrem árum eldri en
hann.
Um tvítugsaldur fór Magnús frá
föður sínum og stjúpu og mun
hann ekki hafa saknað hennar
mjög. Fór hann nú í vistir austur
í Landeyjar og réri í Vestmanna-
eyjum á vetrarvertíðum. Ivyntist
hann þar mörgum góðum mönnum,
þarlendum, og einnig sjómönnum
af landi ofan. — Vegna hagleiks-
náttúru sinnar hélt Magnús sig
mjög að öllum þeim, er eitthvað
voru við smíðar riðnir, einkum
járn- kopar- og silfur-smíði, og
náði hann loks allmikilli framför í
þeirn greinum. — Þetta varð til
þess, að hann réðist út í Eyjar, til
Helga nokkurs Jónssonar, bróður
Jóns Mýrdal, ])ess, er samdi skáld-