Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 93
Upphaf borgaralegs hjónabands á Islandi
75
en skipið kom aldrei. Varð því
Magnús að ráða sig í vist hið bráð-
asta, eins og allir hinir, því lansa-
menska var enn eigi leyfð að lög-
um.
Árni bóndi á Oddsstöðum og
Steinumi kona lians réðu nú Magn-
ús til sín og var þá Þuríður nokk-
ur Sig'urðardóttir vinnukona
þeirra; var hún ekkja á fimtugs-
aldri, en Magnús rúmlega þrítug-
ur. Þuríður hafði skírast látið og
fóru nú hugir þeirra. Magnúsar og
hennar að dragast saman. Leið
eigi á löngu að þau vildu vera ein
út af fyrir sig og leigðu því lítið
herbergi þarna á Oddastöðum, svo
lítið og þröngt, að þau urðu að sofa
saman á nóttum. — Þetta geðjað-
ist Lofti biskupi miður, því sið-
fræði mormóna teldi það höfuð-
synd, að ógiftar persónur sæng-
uðu saman. Hann krafðist þess
því, að þau giftu sig liið bráðasta,
ef þau vildu sáluliólpin verða, og
gifti hann þau svo mormóna gift-
ingu. Þetta þóttu býsn svo mikil
og nýlunda í landi hér og þá eigi
sízt þar í Eyjum úti, að menn
haxldust mjög að og álitu alla þá,
er þessa trú og siðu liöfðu tekið,
hina mestu ræfla, er sjálfsagt væri
að hæða og fyrirlíta.
Leið nú svo árið að eigi bar
fleira til tíðinda.—
Næsta vor, 1874, leigði Magnús
sér dálítinn kofa “niðri á Sandi’’
til íbúðar fvrir sig, konu sína og
sveitarbarn, er þau höfðu tekið til
fósturs. Kofinn var tvíkannaður.
1 öðrum enda kofans bjuggu þau
hjónin, en í hinum hafði Magnús
smiðju sína og smíðaverkstæði.
Vann hann kappsamlega að smíð-
unum og liafði góða atvinnu. Þau
undu nú hag sínum liið bezta og
sýndist þeim fagur hamingjudag-
ur vera að renna upp yfir sér. En
—árdagsljómi liins nýja hjúskap-
ardags þeirra tók brátt að fölna,
því nú kom sóknarpresturinn —
séra Brynjólfur Jónsson — til sög-
unnar: Hann reyndi, eftir mætti,
að hindra framgang mormóna-
trúarinnar, en það kom fyrir ekki.
Hann vissi, að þau Magnús og
Þuríður voru gift að mormónskum
sið, og að sú gifting var eigi gild
að landslögum. Þetta vildi hann
nú nota sér til að sýna ógildi mor-
mónatrúarinnar. Ný Stjórnarskrá
var komin, en ákvæðum liennar um
þessi efni voru honum enn ókunn.
—Magnús vissi jafnvel bet-ur, sem
síðar segir.—
Presturinn kærði því fyrir Aa-
gaard sýslumanni hina hneyksl-
anlegu sambúð þeirra Magnúsar
og Þuríðar og' skoraði á liann að
láta það eigi afskiftalaust.
Aagaard brá fljótt og vel við,
ritaði Bergi Thorberg amtmanni
og sendi lionum kæruna. ikmtmað-
ur varð vel við og ritaði svolátandi
“AÐVÖRUN”:
“Bergur Thorberg amtmaður í
Suður- og' Vestur-amtinu gjörir
kunnugt: Að þar eð sýslumaður-
inn í Vestmannaeyjum hefir til-
kynt amtinu eftir skýrslu hlutað-
eigandi sóknarprests, að húsmað-
ur Magnús Kristjánsson og' Þuríð-
ur Sigurðardóíttir, sem ekki eru
löglega gift, búi saman í hneyksl-
anlegri sambúð, þá aðvarast hér
með og áminnast ofangreindar
persónur, að slíta sambúð sinni