Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 94
76
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
innan viku frá birtingu þ&ssa úr-
skurðar og’ mega síðan ekki vera
til heimilis á sama bæ. Ef þau,
þrátt fyrir þessa aðvörun amtsins,
ekki slíta sambúð sinni, mega þau
búa.st við opinberri kæru til straffs
eftir 179. gr. binna ísl. hegningar-
laga. ’ ’
Amtmaður sendi sýslumanni
“úrskurð” þenna. En hann skip-
aði lireppstjóranum að lesa hann
upp fyrir þeim Magnúsi og Þuríði.
Hreppstjórarnir voru tveir, báðir
vinir Magnúsar og hvorugur
þeirra mormónatriíar. Þeim þótti
leitt að þurfa að flytja þeim
Magnúsi boðskap þennan, en urðu
að hlýða. Morgunn einn koma þeir
spariklæddir Magnúsi að óvörum
og spyrja: “Hvort viltu heyra
amtmanns-úrskurð þann, er við
eigum að flytja þér, úti eða inni?”
“Inni!” segir Magnús, og ganga
þeir þá inn og lásu þar upp úr-
skurðinn. Þuríður varð sem steini
lostin og kom engu orði upp;
Magnúsi varð einnig þungt niðri
fyrir, en þó eigi meira en svo, að
liann heitti hreppstjórunum kaffi,
sem hann bjó sjálfur til, því Þuríð-
ur skifti sér eklci af neinu. Magnús
bað þá láta sig’ fá afrit af úrskurð-
inum og’ fékk hann það ókeypis
daginn eftir.
Næstu nótt varð Magnúsi ekki
svefnrótt og hugsaði hann nú mál
sitt og komst að þeirri niðurstöðu,
að ekki mundi annað ráð vænna,
en að láta bæta lúterskri giftingu
ofan á hina mormónsku. Fór hann
því á fund tvegg-ja vina sinna og
bað þá vera svaramenn sína. Þeir
lofuðu því. Síðan fer Magnús á
fund sóknarprests síns og biður
hann að gifta sig. Prestur kvað
sig bresta heimild til þessa, eins og
nú stæðu sakir, en lofaði að leita
álits yfirboðara sinna um það livað
gjöra skyldi. —- “En — þið verðið
að skilja, á meðan á svarinu stend-
ur! ’ ’ kvað prestur.
Grekk nú Magnús lieim í kofa
sinn, dapur í bragði, og sagði
Þuríði hvernig komið var, en liún
varð þá svo hrygg og reið, að
Magnúsi þótti nóg um. Kom hon-
um þá alt í einu ráð í liug: Hann
heitti óvenjulega sterkt kaffi,
færði Þuríði og bað hana drekka,
en hún kvað það ódrekkandi.
Magnús bað hana að drekka það
samt; það gjörði hún og varð mjög
bumbult af. Segir þá Magnús:
“Kú fer eg til læknisins og segi
honum, að þú sért orðin vitlaus! ’ ’
‘ ‘ Eg er ekkert brjáluð! ’ ’ segir hún.
“Nei, en láttu sem þú sért brjáluð
þegar læknirinn kemur!” segir
Magnús og sýndi liann henni nú
hvernig hún skyldi haga sér í orð-
um og látbragði, er læknirinn
kæmi.
Fer nú Magnús og sækir Þor-
stein lækni í skyndi. Ilann kom og
heilsaði Þuríði. Hún tók að vísu
kveðjunni, en bætti þó við nokkr-
um ósamanhangandi orðum, sem
hvergi áttu við. Tók nii læknirinn
um úlfnlið Þuríðar og fann, að
æðin sló óreglulega og segir svo
við Magnús: “Þú segir satt; kon-
an er ekki hraust. ” — Læknirinn
lét þau fá svefndropa og hjarta-
styrkjandi dropa handa Þuríði, er
nú sagði, þegar hún átti að fara að
nota meðölin: ‘ ‘ Hvað á þetta að
þýða, að vera að fá meðöl lianda
mér, þar sem eg er al-heilbrigð ? ”