Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 96
78 Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga og barmiiu. Hann benti því Magnúsi á að sækja um leyfið og gjörði Magnús það. 0g nú fengu þau, með þessum hætti, lijónaleys- in, leyfi til að búa í sama bólinu, þangað til prestur fengi svar upp á fyrirpsurn sína. —- Nú varð Þuríður albata!— Þetta bráðabirgðarleyfi var nú Magnús samt ekki ánægður með: Hér var aðeins um stundarfrið að ræða. Svarið, sem prestur átti von á að fá, gat orðið þeim hjónum í óhag. Mjög líklegt var, að það hljóðaði um vægðarlausan skilnað fyrir fult og alt, að vísu ekki um eilífð, en áreiðanlega um aldur og æfi. “Nei, hér þarf enn ráða við!” liugsaði Magnús. Og hvað segir 47. g'r. Stjórnarskrárinnar, sem nú var nýkomin út, en fáir þektu, þótt Magnús vissi að segði svo: “ Eng- inn skal neins í missa af borgara- legum réttindum sakir trúar sinn- ar.” Magnús skrifar því landshöfð- ingja á augabragði svolátandi bréf: “Þann 5. þ. m. var mér af lireppstjórum hér í Eýjum birtur amtsúrskurður, í hverjum mér innan viku frá birtingu úrslcurðar- ins var boðið að slíta sambfið minni við ekkjuna Þuríði Sigurð- ardóttur, sem eg liefi búið saman við í meira en ár og verið innvígð- ur í h jónaband við að sið trúbræðra minna, mormóna. En til þess að þurfa ekki að slíta sambúð minni við Þuríði, leitaði eg þegar daginn eftir til sóknarprestsins og bað hann, í votta viðurvist, að gifta okkur. En hann skoraðist undan því, sökum trúar minnar. í tilefni af þessu, hlýt eg að leita ásjár yð- ar, hávelborni herra landshöfðingi, með þeim tilmælum, að yður mætti þóknast að gera ráðstöfun til þess, að sóknarpresti Yestmannaeyja verði boðið og uppálagt að gifta okkur Þuríði. Og' hygg eg það vera skyldu hans og rétt minn, samkv. 47. gr. Stjómarskrár íslands. 9. dag desembermánaðar 1874. Yirðingarfvlst, Magnús Kristjánsson. Til Landsliöfðingjans yfir Islandi. ” Enginn er líklegri til þess en Þorsteinn Eyjalæknir, æskuvinur Magnúsar, að liafa verið þarna í ráðum og gjöra bréf þetta þannig úr garði. — Þá er landshöfðingi fékk bréfið, sá hann, að hér var um vandamál að ræða. Það liafði tvær liliðar, sem eigi var auðvelt að sameina: Samkv. Stjórnar- skránni átti Magnús heimtingu á að fá giftingu, er gildi hefði að landslögum. Það gildi hafði mor- mónagifting ekki, heldur aðeins lúthersk gifting. Hinsvegar var ekki hægt að skipa lútherskum presti að gifta mormóna hjón! U n d a n f æ r s 1 a Yestmannaeyja jjrestsins var því bæði eðlileg og réttmæt: Honum varð ekki haldið til þess að gifta þau Magnús og Þuríði, til þes.s voru engin lög, og nú þóttist landshöfðingi heppinn, að hann var ekki skvldugur til að veita þessu máli fullnaðarúrslit. Hann gat aftur á móti “hrint þeim vanda af sér,” yfir á yfirmann sinn, ráðherrann í Kaupmanna- höfn! Slíku var hann að vísu ekki vanur, en nú var það lionum nauð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.