Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 98
80
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
eigi í hendur sýslumanns fyr en
nálægt miðjum febrúar 1876.
Síðla í þeim mánuði komu nú
lireppstjórarnir báðir, klæddir í
spariföt sín, að finna Magnús, og
voru nú glaðari en í hið fyrra
skiftið, því nú áttu þeir að lesa upp
fyrir þeim Magnúsi og Þuríði,
konungs-úrskurð um það, að nú
skyldu þau verða vígð á löglegan
liátt heilögu hjónabandi og urðu
þau hæði liarðla g'löð við þann kon-
ungsboðskap! ,
Fór nú Magnús bráðlega á fund
sýslumanns og’ hað hann gefa sig
saman við Þuríði og veita sér þó
allar nauðsynlegar leiðbeiningar,
svo málið yrði réttilega undirbúið.
Veitti sýslumaður honum þær og'
ákvað, að lijónavígslan skyldi fram
fara í þinghúsi Vestmannaeyja kl.
12 á hádegi hinn 30. marz 1876.—
Fregnin harst nú eins og eldur
í sinu meðal Byjaskeggja og þótti
hún engin smávegis tíðindi: Að
konungurinn sjálfur hefði skipað
sýslumanninum að gifta þau
Magnús og’ Þuríði! “Það mátti
ekki minna kosta! ’ ’ sög’ðu me’nn.
Var nú mörgum forvitni á að sjá
og heyra hvernig “giftingin” færi
fram, enda var hverjum sem vildi
heimilt að vera viðstaddur og kom
víst fáum til hugar að láta því líkt
tækifæri ónotað!—
Að morgni liins ákveðna hrúð-
kaupsdags tók fólkið snemma að
flykkjast að þingliúsinu og er því
var upplokið, ruddist svo mikill
fjöldi inn í liúsið að það varð fult
á svipstundu. Tók það 500 manns
og’ eig’i voru þeir færri er úti stóðu,
enda stóð þá vetrarvertíð þar yfir.
Sýslumaður, hrúðhjónin og
svaramenn þeirra, Þorsteinn lækn-
ir og Þorsteinn alþingismaður,
komu á ákveðnum tíma. Hrepp-
stjórar rýmdu til í þinghúsinu og
var forsætisbekkur þess hafður
fyrir brúðarbekk. Sýslumaður
flutti ræðu fyrir brúðlijónunum og
skýrði fyrir þeim hjónabands-
skyldurnar. Síðan spurði hann
þau venjulegra spurninga, hvort
fyrir sig, og er þau liöfðu játað
])eim, bað liann þau taka höndum
saman og vinna hvort öðru órjúf-
andi trygðaheit. Það gjörðu þau
fúslega. Lýsti hann þá yfir því
fyrir öllum er á lieyrðu, að frá
þeirri stundu væru þau lögleg’ hjón.
—Að því búnu snéri sýslumaður
sér að sóknarprestinum, sem var
þar viðstaddur, og’ bað hann að
innfæra gjörning þennan í kirkju-
bókina og lofaði prestur því. Fór
síðan hver og einn heim til sín og
sinna.—
Loks bað sýslumaður Magnús að
koma heim t-il sín að þrem klukku-
stundum liðnum að sækja lijóna-
bandsvottorð þeirra, er hljóðar
þannig:
“Mikael Marius Ludvig Aa-
gaard sýslumaður Vestmannaeyja-
sýslu kunngjörir:
Að ár 1876, fimtudaginn 30. dag’
marzmánaðar um hádeg’i mættu í
þinghúsi sýslunnar fyrir sýslu-
manni og undirrituðum vottum
vngismaður Magnús Ivrist-jánsson
í Vestmannaeyjum og ekkjan
Þuríður Sigurðardóttir sama stað-
ar, til þess að fá stofnað borgara-
legt hjónaband, sem þeim liafði
leyft verið að innganga með kon-
ungsúrskurði 25. októbermánaðar
1875 og hefir það verið auglýst við