Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 99
Upphaf borgaralegs hjónabands á Islandi
81
kirkju með rúmlega þriggja vikna
fresti, að þau ætluðu að stofna
hjónabandið eins og þau einnig
liafa fullnægt öllum öðrum skil-
yrðum, sem ofannefndur konungs-
úrskurður mælir fyrir um. Eftir
að þýðing og gildi hjónabanclsins
hafði verið leitt þeim fyrir sjónir
og yfirvaldið liafði spurt þau
hvort í sínu lagi, livort þau vildu
eigast og þau liöfðu játað því, lýsti
sýslumaður yfir að löglegt hjóna-
band væri stofnað milli þeirra
Magnúsar Kristjánssonar og
Þuríðar Sigurðardóttur.
Fór hjónavígsla þessi fram fyrir
opnum dyrum.
Ut supra. M. Aagaard.
Sem vottar: Þorsteinn Jónsson
læknir. Þorsteinn Jón.sson alþing
ismaður.
Þessu til staðfestu mitt undir-
skrifað nafn og embætti.sinnsigli,
M. Aagaard.
Borgað 2 — tvær — krónur. iM. A. ’ ’
* # #
Nýgiftu hjónunum þótti mjög
vænt um vottorðið, brutu skjalið
saman og lögðu það í kistuliand-
raða. Þar lá það lengi óhreyft, en
mun nú ekki lengur til vera.
Nú lifðu hin nýgiftu hjón eins og
blóm í eggi og’ nutu óblandaðrar
ástarsælu í fullum mæii. Þótti
þeim því meira til hennar koma,
sem hún hafði kostað þau meiri
baráttu og mál þeirra orðið að
ganga í gegnum fleiri dómstig' og
afskiftasemi annara, sem sé:
Tveggja hreppstjóra, hrepps-
nefndar og oddvita hennar, læknis,
prests, sýslumanns, amtmanns,
landshöfðingja, ráðherra og loks
konungs, enda var þetta hið fyrsta
borgaralega hjónaband, sem stofn-
að hafði verið á íslandi.
# # #
Magnús var vel hagorður og lét
nú ósjálfrátt í sigurg'leðinni
“fjúka í kveðlingum, ” en það kom
iionum ekki sem bezt, því hann var
meinfyndinn og þótti sumum so;>i
sér væri til drukkið. Var Magnús
aðvaraður og gekk liann í kveð-
skáparbindindi. Um það kvað hann
síðar:
“Eg orkti margt og mjög óþarft,
menn óspart það stygði,
en hætti snart, því vit var vaxt,
vísnaskart sem bygði. ”
Ekki varð þeim hjónum barna
auðið.
Arið 1879 (um haustið) fluttu
þau að Útgörðum í Stokkseyrar-
hverfi og bjuggu þau þar um 26
ára skeið og héldu jafnan fast við
mormónatrú sína, þótt enginn væri
söfnuðurinn utan þau tvö ein.
Helgisiða-æfingar þ e i r r a fóru
fram innan fjögurra veggja og
gátu menn þess til að þar mundu
þær hjartnæmastar, er bezt næðið
væri og nógur ylurinn og vfissi
enginn um þær.
* * #
Veturinn 1905 fékk Magnús
heilablóðfall og misti mátt og með-
vitund svo dögum skifti, en rétti
þó við aftur, svo að hann fékk mál,
rænu og mátt nokkurn í aðra hlið
líkamans. Þá var (1897) Eyrar-
bakka hreppur a ð s k i 1 i n n frá
Stokkseyrar hreppi (hinum síðar-
nefnda skift í tvent að 1/3 lduta
(Eyrarb.) og 2/3 (St. hr.) og féll
það í hlut Magnúsar að lenda á