Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 116
98
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
minni og yfirleitt kraftminni nm
leið. Encla áttu þeir f jarri því við
eins góð skilyrði að bóa eins og við
nú. Þeir, sem voru, að þeirra tíma
sögu, stórir og sterkir, svo að mik-
ið orð fór af, voru það í saman-
burði við hina, sem voru lyddur og
smámenni.
Það liafa einnig verið færð rök
að því, að forfeður vorir á söguöld-
inni hafi yfirleitt verið skammlíf-
ari en nú gjörist. Próf. Finnur
segir, að menn, eins og Sighvatur
skáld, kvarti um elli og afturfarir
rúmlega fertugir. Algengast mun
hafa verið, að fáir kæmist yfir
fimtugt. Lífsbaráttan var afar-
hörð og sleit mönnum fyrir örlög
fram, líkt og enn tíðkast hjá liálf-
viltum þjóðum. Suður í Afríku og
víðar um lieim ómentaðra þjóða,
eru konur orðnar hrukkóttar kerl-
ingar um þrítugt en karlmenn um
fertugt orðnir þreklaus og hrum
gamalmenni. í sögunum er víða
tekið svo til orða, “hann var allra
manna mestur og sterkastur. ”
Mörgum verður að halda, að þar
hafi verið a. m. k. um liálf tröll að
ræða, eða miklu stórvaxnari menn
en nú gjörist.
Eitt dæmi úr Flateyjarbók sýnir
þó ljóst, að svo var ekki. Þar eru
þessi orð — “mestur og stei’kast-
ur” — höfð um norska konungs-
soninn Ólaf Geirstaðaálf. Fyrir
nokkrum árum tókst norskum
fornfræðingum að finna með vis.su
hvar Ólafur var heygður. Þegar
grafið var í hauginn fanst beina-
grindin heil, svo að unt var að
mæla hæð Ólafs. Hann revndist
rétt liðlega 3 álnir á hæð, eða eins
og konungur vor Kristján X.
Höfum við þá engar heimildir
um nein heljarmenni enn þá hærri ?
Karlar eins og Hallbjörn hálftröll
úr Hrafnistu skyldi maður þó
lialda að hafi verið all-risavaxinn;
en þess er ekki getið, að hann liafi
verið mældur. Um Örvar-Odd er
sagt, að hann liafi verið tólf álna
langur, en það er liæpið að trúa
því.
En, um eitt hálftröllið í sögunni,
er svo trúlega skýrt frá hlutunum,
að varasamt er að rengja. Það er
um Klaufa í Svarfdælu. Hann var
mældur, og hann reyndist vera
fimm álnir og þverhönd. (Gamla
alinin reiknaðist frá langfingurs
góm upp að olnboga). Ef við mæl-
um þessa hæð á vegg, verður það í
metramáli hér um 232 sentímetrar.
Hér virðist ekki um að villast.
Ivlaufi hinn svarfdælski hefir ver-
ið sannur risi, líkt og núlifandi
frændi hans Jóhann frá Ingvörum.
Það er mjög athyglisvert, að
höfundur Svarfdælu lætur sér ekki
nægja, eins og annars var algengt,
að telja Klaufa afarmikinn að
vexti. 1 þetta skifti er um svo mik-
inn líkamsvöxt að ræða, að Klaufi
er mældur. Þetta veit eg ekki til
að komi annarsstaðar fyrir í sög-
unum, og heldur ekki veit eg til, né
hefi frétt um það hjá fróðum mönn-
um, að í seinni alda sögum eða
annálum, sé svo tiltekið um ná-
kvæmt mál, á neinum óvenjulega
stórum mönnum.
Yér íslendingar erum orðlögð
söguþjóð. Hjá okkur, hafa á öllum
öldum verið sagnaritarar og ann-
álahöfundar, sem liafa g'jört séi
far um að .skrá og tiltína alt, sem
markvert þótti og óvenjulegt.