Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 118
100
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
talin fram í vísindaritum, sem
mesta 'ferlíki allra trölla, eða 255
sentímetrar á hæð (og vóg hún 160
kílógrömm). Hrín var þó aðeins
I6I/2 árs þegar hún var mæld og
athuguð af læknum, og kann hún
að hafa vaxið eitthvað eftir það-
en um hana vantar mig frekari
vitneskju.
0g hvað mannkyninu í heild við-
víkur, væri máske hollast, að það
minkaði smámsaman aftur og yrði
ekki stærra en íkorninn, en um leið
vitrara, líkt og dvergarnir voru
vitrari en tröll og þursar.
Allra hezt væri, að eignast það
hormón, sem spýta mætti inn í
daufgert letiblóð manna, til að
vekja þá og fjörga og gjöra þá svo
um munaði bæði vitrari og betri.
Á þremur síðustu áratugum
hafa læknavísindin opnað mönn-
um innsýn í þá leyndardóma lífs-
ins, sem ráða vexti og margs kon-
ar lífshræringum líkamans, með
uppgötvun vitaminefnanna og
hormónefnanna.
Vitamin eða fjörefnin eru í fæðu
vorri, þegar liún er góð, einkum í
öllu nýmeti, en nýmeti hefir það
til síns ágætis, að það er nýtt, þ. e.
lifandi en ekki dauð fæða. Þegar
matur fer að skemmast, er það
vottur þess, að frumurnar, sem
hann er bygður úr (hvort sem er
um jurtafæðu eða kjöt og aðra
dýrafæðu að ræða) eru dauðar; þá
dofnar um vitamin-efnin og verða
gagnslítil eða ónýt. — Engum er
eins nauðsynlegt að fá nóg af f jör-
efnum eins og hörnum og ungling-
um, sem eru að vaxa.
Skyld vitamin-efnunum eru
hormón-efnin, sem einnig hafa ver-
ið kölluð örfunarefni. Þau mynd-
ast í ýmsum kirtlum líkamans,
jafnt í dýrum og mönnum og renea
saman við blóðið. Fyrir áhrif
þeirra kemst lireyfing á ýms líf
færi vor, engu síður en fyrir áhrif
frá taug'unum frá heila og mænu.
Áður fyr var hungur svo að
segja árlegt fyrirbrigði í ýmsum
sveitum á landi voru, en auðvitað
mismunandi mikið. Þó menn liefðu
stundum nóg til magafylli þá leið
líkaminn .skort, og sá á honum
veikindamerki, eins og vott um
blóðleysi, beinkröm, skyrbjúg og
fleiri sjúkdóma. Af hverju? Af
því að viss fjörefni vantaði í fæð-
una. Nú vitum við, að þessi merkí-
legu efni eru bráðnauðsynleg
börnum og unglingum til að geta
vaxið og þroskast eðlilega. En
það var einmitt liörgull á þessurn
efnum, þegar kýrnar voru geldar
og orðnar lioraðar vegna slæms
fóðurs og þegar ekki fiskaðist og
vantaði alla garðávexti o. fl.
Það var skortur eða algjör vönt-
un á vitamin-efnum, sem ætíð
sagði til sín, ef ekki með -hreinum
sjúkdómum, þá alls konar vanþrif-
um, f jörleysi og illu útliti.
Síðan vér Islendingar frá því
fyrir og um aldamótin fórum að
geta aflað okkur nógan mat og góð-
an (þ. e. meira og meira af ný-
meti) hefir vellíðan orðið almenn-
ari en nokkru sinni, og kynið hefir
stækkað og fríkkað.
Að vísu má enn með rökum benda
á f jörefnaskort hjá mörgum og þar
af leiðandi kvillasemi, en slíkt er