Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 126
108
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
menning. “Grott er að þeir ungu
eru tímans herrar,” eins og Jón
Ólafsson sagði og á það við þjóðir
engu síður en einstaklinga. Þjóð
Bandaríkjanna er ung og öflug og
hið sama er að segja um Canada-
þjóð, þó mannfærri sé. Þar koma
fram á sögusvið tvær enskumæl-
andi þjóðir, er málsins vegna og
annara orsaka, ætíð verða ná-
tengdar og áhrif þeirra um leið hin
víðtækustu í heimsmálum. Leiði
framtíðin í ljós menningar hreyt-
ingar og meiri þroska, ])á er vissu-
lega þeirra breytinga að vænta frá
hálfu ungra framfaraþjóða. Að
íslendingar eru þátttakendur í
þjóðasköpun og menningarstarfi
Ameríku, ber eig'i að klaga, því það
getur orðið þeim og' ættjörð þeirra
til .sóma. — En eitt mun óhætt að
fullyrða í því sambandi, að ef for-
feðum vorir hefðu þannig slegist í
lið með öði’um þjóðum, þá heíðu
þeir kosið að taka g'óðgripi sína til
bardagans með sér — sögu og' bók-
mentir!
Því verður eigi neitað með rök-
um, að ekkert auglýsir betur ís-
land og- Islendinga, en saga for-
tíðarinnar. Enda eru íslenzkar
fornbókmentir að fá alheims viður-
kenningu og óðum að ryðja sér tii
rúms við æðri skóla í Bandaríkjum
og' víðar. Norræn saga er hin
giæ.silegasta, og verndun norrænn-
ar tungu á íslandi skoðast þjóðlegt
þrekvirki íslendinga. Verndun ís-
lenzkrai' tungu að sama hætti í
Vesturbeimi mvndi stuðla til var-
anlegrar heimsfrægðar. Hætt er
þó við að þar verði þær hömlur í
vegi, sem óyfirstíganlegar eru.
En ])ó íslenzkan líði undir lok
sem daglegt mál, þá er ekki þar
með sagt að liún sé g'leymd og graf-
in í Ameríku. tJr því íslenzkan er
liér kend við æðri skóla, ætti V est-
ur-lslendingum að vera auðleikið
að viðhalda henni sem bókmáli.
Mál, er mentaðir menn læra, lesa
og rita, og með þeim hætti fær ís-
lenzkan liér lialdist við um ókomn-
ar aldaraðir. Eðlilega verða ís-
lenzkar bókmentir eigi eins um-
svifamiklar, þegar almenningur
hættir að hafa þeirra not. En eins
og austur-íslenzkir rithöfundar
geta samið ram-lslenzkar bækur á
dönslcu, eins ættu vestur-íslenzkir
rithöfundar að geta samið íslenzk-
ar bækur á ensku; bækur byg'ðar á
íslenzkri “frumbygð” eða “for-
tíð.” Einhvernveginn er eg þeirr-
ar skoðunar að íslenzk sagnalist
sé eig'i útdauð í Vesturheimi, þó
íslendingar liætti að mæla íslenzka
tungu. Efniviðurinn er sá sami og
áður, þó að “ byggingarlagi ” sé
breytt og aðrir siðir uppteknir.
Fortíð íslands, eins og áður er
bent á, er réttnefnd gullnáma fyr-
ir unga fræðimenn og rithöfunda.
Saga þeirrar fortíðar verðskuldar
að við liana sé rækt lögð og henni
sómi sýndur. Vilhjálmur Stefáns-
son, Vestur-lslendingur, hefir hlot-
ið heimsfrægð sem rithöfundur.
Allai' sínar bækur hefir hann ritað
á ensku. Eigi er óliugsandi og í
rauninni allar líkur til, að aðrir ís-
lenzkir ritliöfundar komi til sög-
unnar er eins hef jist til frægðar og
vegsauka á ensku ritsviði. Gott
væri þá til þess að liugsa, ef um
íslenzka skáldsagnahöfunda væri
að ræða, að þeir tækju yrkisefni
sín úr íslenzkri fortíð! Þar er um