Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 136
118
Tímarit Þjóðræhnisfélags Islendinga
sínum tíma, og þeim veriS haldiö fram
jafn fullum hálsi af ýmsum biblíu sérfræö-
ingum eöa biblíu sérvitringum. Þá má
líka til dæmis benda á alveg nýkominn
boöskap frá einum þessum íslenzka vís-
indamanni, um þaö, aö eitthvaö meira en
litiö sé bogið viö Prédikarans bók. Það
hefir hann nú trúi eg, séö á rithættinum,
aö hún geti ekki verið eftir sama manninn
öll.
Nú vil eg spyrja: Eru nokkrar líkur til,
aö þessir menn séu kunnugri bókmentum
íorn-Gyðinga en læröir nútíðarmenn eru
nútíöarbókmentunum? Og hvernig hefir
þeim svo íarnast, þegar 'þeir hafa ætlaö
sér aö þekkja höfundana eftir rithætti?
Til dæmis má benda á dulspekisritin, sem
voru að birtast frá andatrúarmönnum í
Reykjavík fyrir tveimur árum. Þau áttu
að vera eftir menn mjög nærri oss i tím-
anum, — menn, sem mikið liggur eftir, og
fært í letur á vorri eigin tungu. En aldrei
gat mönnum þó borið saman um þaö, hvort
þetta, sem þeim var eignaö, líktist nokkuö
ööru, sem eftir þá lá. Aðrir voru sann-
færðir um, aö það, sem andatrúarmenn
héldu fram í þvi efni væri “óekta” eöa
frdsað, einmitt af þvi hve rithátturinn var
ólíkur þeim sem höfundar voru kallaðir.
En þegar kemur aftur í Jobs-bók, þá fer
þeim að bera sarnan; þar er svo sem ekki
hætt við að þeim missýnist.
Eg skal nefna annað dæmi.
Guðmundur Magnússon, ungt og efni-
legt skáld, hefir ritað töluvert á síðari ár-
um í bundnu og óbundnu máli. Stjórnin
hefir veitt honum dálítinn styrk. Bráð-
gáfaður og háskólagenginn, ungur íslend-
ingur hefir lagt fyrir sig að semja rit-
dóma um flest eða margt, sem út hefir
komið á íslandi á síöari árum, einkum
skáldskap. Hann hefir lagt þetta fyrir
sig, og viröist vera bráðglöggur í þeim
efnum.
Ver.k Guðmundar höfðu sætt hörðum
dómum hjá þessum ritdómara, og líka
haföi hann álasað stjórninni fyrir aö hafa
veitt honum styrk. Svo kom út um þess-
ar mundir skáldsaga, sem óljóst var um
höfundinn að. Sá, sem hana samdi kallaði
sig Jón Trausta, sem var gerfinafn. Rit-
dómaranum, sem nú var minst á, gazt vel
að þeirri bók og hann lauk á hana mesta
lofsorði. Lagði sérstaka áherzlu á það,
hve mjög höfundur hennar bæri af Guð-
mundi Magnússyni og hve réttmætara væri
að stjórnin styrkti slíkan mann, heldur en
Guðmund.
En svo kom það upp úr dúrnum að þessi
Jón Trausti var enginn annar en Guð-
mundur Magnússon!
Svona getur skýrustu mönnum skjátlast
um nútíðarbókmentirnar. Hvers má mað-
ur þá vænta um það sem engu gleggri
menn eru að segja oss um Móses-bækur?
En þeir þykjast einvaldir í því ríki og
kalla allar sínar getgátur vísindalegar
sannanir.”
Þessi stutti kafli lýsir Wilhelm
betur en eg fæ gert. Hugsanaþráð-
urinn er skýr og traustur, en inn í
hann er ofið með meistarabrag
græskulaus gletnis-kýmni, sem hef-
ur hann upp í æðra veldi og gefur
honum lit og líf.
Þó Willielm léti sig öll velferðar-
mál landa sinna hér vestra varða,
því hann var Islendingur góður og
honum var ant um heiður þeirra
og sóma í livívetna, þá voru það
einkum þrjú mál, sem hann lagði
sérstaka rækt við. Það voru kirkju-
málin, eða réttara sagt kristin-
dómsmálin, þjóðræknismálin og
stjórnmálin. Um þátttöku Wil-
lielms Paulson í kristindómsmálum
Arestur-lslendinga get eg verið fá-
orður, því hún er öllum kunn og í
fersku minni. Kristindómsmálin
voru lengi framan af aðalkjarni
félagslífs þeirra — þeirra heitasta
hjartansmál. Það var ómögulegt
að hugsa sér að maður með slíku
upplagi og Wilhelm, eins rótgróinn
í menningarlífi þjóðar sinnar, gæti
látið þau afskiftalaus, eða staðið
fyrir utan þau, enda gerði liann
það ekki. Hann tók, eins og kunn-
ugt er, áberandi og ákveðinn þátt