Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 149
Sextánda ársþing Þjóðrœknisfélagsins
131
stæðunum, og eiga félagsmenn þaö mest að
þakka frábærum dugnaði hr. Ásmundar P.
Jóhannssonar, sem safnað hefir auglýsing-
um I Tímaritið í fyrra og I ár, en eins og
þið vitið eru þær aðal tekjulind félagsins.
Rithöfundasjóður.
í því máli er milliþinganefnd, sem vænt-
anlega leggur fram skýrslu um gang þess
á árinu, og fer eg því ekki fleiri orðum um
það hér.
fþróttamál.
Sambandsféiagið “Fálkarnir" hafa ekki
aðeins færst í aukana á árinu, heldur lika
vakið á sér almenna eftirtekt á meðal Win-
nipeg-búa og fleiri, og opinberlega hlotið
lof áhrifamestu blaða borgarinnar fyrir hið
yfirgripsmikla og þarfa verk, sem félagið
er að vinna, og er það félaginu og oss öll-
um gleðiefni. Skautadeild félagsins telur í
vetur 228 félaga, sem allir hafa borgað árs-
gjöld sín, auk þess hefir félagið borgað
sjálft gjald fyrir 64 félaga, sem ekki höfðu
kringumstæður til þess að gera það sjálfir,
eða aðstandendur þeirra. 20 nýsveinar eru
í leikfimisdeildinni og tíu, sem áður höfðu
tekið þátt í þeim æfingum. í stúlknadeild-
inni eru 70 meyjar, sem allar taka þátt I
líkamsæfingum. Fjórir hockey leikflokkar
hafa æft sig I vetur undir stjórn þessa fé-
lags og eru allir þeir, sem þátt taka innan
14 ára aldurs. prír flokkar innan 16 ára
og fjórir, sem f eru hockey-leikarar, sem
áður hafa tekið þátt í hockey leikjum.
Elzti hockey-leikara flokkurinn “The
Senior Falcons” hafa unnið sigur í hockey
leiksamkepni Winnipegborgar I vetur. Junior
Falcons komu þeir þriðju I röðinni, og yngsti
flokkurinn sótti hraustlega fram. Á þessu
sézt hve þróttmikið starf þess félags er orð-
ið og auk þess sem að framan er talið hefir
félagið komið sér upp mjög myndarlegum
skautafleti og borgað allan kostnað við
hann sjálft. Pað eina, sem eg er óánægður
með I sambandi við starfsemi Fálkanna, er
að það hefir að undanförnu og nú í vetur,
teflt fram hockey-leikurum undir nafni
Fálkanna, sem ekki hafa haft einn dropa
af íslenzku blóði í æðum sér. Fálkinn er
íslenzkt skjaldarmerki í augum og huga allra
innlendra manna og mér finst það ganga
næst því að syíkja lit, er undir það er safn-
að allra þjóða mönnum og þeir kallaðir Is-
lendingar. petta þarf að lagast. Við þurf-
um í framtíðinni að fylkja voru eigin liði.
“Baldursbrá.”
á árinu hefir stjórnarnefndin stigið stórt
og þarft spor i framfaraáttina með útgáfu
barnablaðsins “Baldursbrá.” Fólk yfir-
leitt hefir fundið til vöntunar á slíku blaði,
og svo var skortur á hæfilegum kenslubók-
um við unglingaskóla félagsins og alstaðar
annarstaðar, þar sem verið er að reyna að
kenna unglingum íslenzkt mál.
Framkvæmdarnefnd yðar réðst því I þessa
blaðaútgáfu, sem þegar hefir mætt hinum
beztu viðtökum hjá fólki yfirleitt. Áskrif-
endafjöldi að biaðinu er nú nokkuð á 6.
hundrað, sem allir hafa borgað áskriftar-
gjaidið að fullu, sem er 50 cents. Biaðið
kemur út einu sinni í viku í 26 vikur á ári,
fyrst um sinn. Ritstjóri er Dr. Sig. Júl.
Jóhannesson, en afgreiðslu- og ráðsmaður
Bergþðr E. Johnson, sem báðir leggja fram
krafta sína og tima ókeypis og er það
drengilega gjört.
Sextíu ára ’bygða-afmæU.
1 ár eru sextíu ár liðin síðan íslenzk bygð
hófst I tveimur bygðum íslendinga I Canada,
Winnipeg og Nýja íslandi og Minneota I
Bandaríkjunum. Er það merkisviðburður í
sögu íslendinga sjálfra, svo eftirtektaverð-
ur, að fjórir forsætisráðherrar hafa þegar
sent Vestur-íslendingum árnaðaróskir í
sambandi við hann. Peir eru: forsætisráð-
herra íslands, forsætisráðherra Canada, for-
sætisráðherra Manitoba og forsætisráðherra
Saskatchewan og birtast öll þau ávörp i
Tímariti félagsins í ár.
Eg tel vist að þing þetta finni skyldu
sína í að taka þetta atriði til rækiiegrar I-
hugunar og hlutast til urn, að þessa sögu-
lega atburðar verði minst á einhvern við-
unanlegan hátt á þessu sumri.
Lagabreytingar.
Eins og þingmenn munu kannast við þá
var stjórnarnefnd félagsins falið á þingi I
fyrra að breyta einni eða tveimur greinum
I grundvallarlögum félagsins. í stað þess
að breyta þessum lagagreinum, sem hefir