Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 154
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
136
legt og- skemtilegt erindi um eitt af nýjustu
skáldum íslands. Deildin er í stórri þakk-
lætisskuld við stjórnarnefnd aðalfélagsins
fyrir einiæga fórnfýsi og elju I samvinnu
við þjóðræknisstörf deildarinnar.
Aðal starf deildarinnar hefir verið íslenzku
kensla. Samkvæmt skýrslu kennarans Mrs.
Jafetu Skagfjörð, þá voru alls 86 Islenzkir,
nemendur, af þeim 13 íslenzkir I aðra ættina.
Aldur barnanna 5—15 ára. Yfirleitt sóttu
börnin vel kensluna og virtust hafa góða
löngun til að læra að lesa og skrifa málið.
Kenslutími var frá 8. janúar til 8. maí.
Samlcvæmt skýrslu féhirðis þá voru útgjöld
og inntektir á árinu sem fylgir:
Inntektir—
í sjóði frá fyrra ári.... $ 80.14
Meðlimagjöld .............. 43.00
Agóði af tombólu..... 60.00
Tillag frá Aðalfélaginu.... 25.00
Fyrir stafróskver .......... 1.20
Samskot á samkomu ..... 6.80
Banka rentur ............... 1.30
$217.44
Útgjöld—
Meðlimagjöld til aðalfélagsins.... $ 26.50
Fyrir barnakenslu .................. 80.00
Fargjöld fyrir þing erindreka ....... 9.00
Fyrir stafrófskver .................. 2.70
Kostnaður við útbreiðslufund ........ 6.90
Húslán ........................... 18.00
Annar kostnaður ..................... 3.25
$146.35
1 sjóði 1. jan. 1935 ................$ 71.90
Th. S. Tliorsteinson, skrifari.
Skýrsla deildarinnar “IöunnLeslie, Sask.
Arsfréttir frá þjóðræknisdeildinni “Iðunn”
að Leslie, Sask. Deildin hefir starfað með
líkum hætti og undanfarin ár, þó má segja
að meiri áhugi og framtakssemi hafi kom-
ið I ljðs og hafa útbreiðslumál sérstaklega
verið starfrækt. 14 nýir meðlimir hafa
verið skráðir, fram yfir meðlimatölu síðast-
liðins árs, og telur þvi deildin 32 góða og
gilda meðlimi.
Tvö dauðsföll hafa orðið innan vébanda
deildarinnar, Jón Stefánsson frá Hólar, and.
aðist 24. marz; var hann. meðlimur deildar-
innar frá því hún var stofnuð, félagslyndur
með afbrigðum og íslendingur hinn bezti.
Sigmar Sigurdson andaðist 10. okt.; heilsu-
leysi hamlaði honum þátttöku í félagsskap
síðustu árin, en áhugi fyrir ölium íslenzkum
málum var hinn sami. Vottar deildin sam-
úð og hluttekningu aðstandendum hinna
látnu.
Á síðastliðnu ári hafði deildin 5 starfs-
fundi og nefndarfundi þar á milli.. Einnig
stóð deildin fyrir þremur skemtisamkom-
um.
Fyrsta samkoma deildarinnar var “Porra-
blót á Góunni.” Var það eins og að venju
hið skemtilegasta mót. Aðkomumenn á
skemtiskrá voru Arinbjörn Bardal frá Win-
nipeg, Árni Sigurðsson og Haligr. Axdal
frá Wynyard. Bar Arinbjörn meirihlutann
af skemtiskránni og tókst vel. Sýndi hann
myndir frá Islandi og spilaði Islenzkar
hljómplötur. Heyrðum við þar I fyrsta
skijfti margt af bezta söngfólki íslands.
Mundu margir hafa snúið ánægðir heim á
leið, þó ekki hefði verið fleira á skemtiskrá.
pakkar deildin Arinbirni þátttöku hans I
skemtiskránni og alla framkomu gagnvart
deildinni.
Árni Sigurðsson og Hallgr. Axdal léku og
lásu upp stuttan frumsaminn gamanleik.
Var það ágrip af sögu höfuðborgar Vatna-
bygðar. Minti það mann allmikið á
"Reykjavíkurlífið” eftir Gest Pálsson. Var
þar að finna bráð-smellnar setningar, en
hæfileikar þeirra Árna og Hallgríms að fara
vel með efnið eru vel þektir. Héldu þeir á-
heyrendum I spenningi og var hlegið dátt
með köflum. Vottar deildin þeim beztu
þakkir fyrir komuna.
Önnur samkoma deildarinnar var útimót
er haldið var við Foam Lake vatn I júní.
Hefir deildin undanfarin ár staðið fyrir
mannfagnaði þar á vatnsbakkanum og hef-
ir það verið vel rómað. priðja samkoman
var haldin I nóvember s.l. með aðstoð fuli-
trúa frá pjóðræknisfélaginu. Ræðumenn
voru þeir Dr. R. Pétursson, séra Jakoh
Jónsson og Ásm. P. Jóhannsson. parf tæp-
lega að taka það fram að erindi ræðumanna