Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 162
144
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
FjórSa tillaga: Séra Jakob Jónsson lagði
til Qig Árni Eggertson studdi að fjórða til-
laga sé viðtekin. Samþykt.
Tók þá Sveinn Thorvaldsson til máls sam-
kvæmt beiðni forseta. Lýsti hann ánægju
þeirra hjóna yfir að vera á þingi. pakkaði
hann fyrir þá velvild, sem komið hefði frá
pjóðræknisfélaginu I sambandi við þann
heiður, sem honum var veittur af kctnungi.
Lét hann í ijós þá von að allir íslendingar
sameinuðust um starf pjóðræknisfélagsins.
Bað forseti þá G. S. Thorvaldson lögmann
félagsins, að mæla nokkur orð. Lýsti hann
einnig ánægju sinni yfir að vera staddur á
þingi.
pá bað forseti Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
að taka til máls. Dr. Sigurður hvatti ís-
lendinga til samvinnu og ^agði að íslending-
ar hér ættu að hafa eina kirkju, eitt blað, og
eitt sameiginlegt samkomuhús c\g ætti það
að vera Góðtemplarahúsið. par ætti að vera
bókasafn, lestrarsalur, veitingasalur og sam-
komusalur. Ættu allir Islendingar, hvaðan
sem kæmu að geta mæst þar og ættu Góð-
tempiarar að gefa húsið, ef kæmi til sllkrar
sameiginlegrar starfsemi. öll klofning
tvlstraði starfsemi félagsins og því fyr sem
Vestur-íslendingar færu að starfa að þess-
um sameiningarmálum því fyr myndi áhrif
þeirra I gegnum pjóðræknisfélagið geta not-
ið sin og blessast og orðið að verulegum
notum fyrir þjóðarbrotið hér vestra.
Var nú komið að hádegi og gjörði J. K.
Jónasson tillögu og Richard Beck studdi, að
fundi sé frestað til kl. 2 e. h. Samþykt.
Fcjrseti setti fund aftur kl. 2 e. h. Var
síðasta fundargjörð lesin og samþykt. Lýsti
forseti þá yfir að samkvæmt lögum félagsins
færu nú embættismannakosningar fram.
par sem útnefningarnefnd var kosin I byrj-
un þings, bað forseti formann nefndarinnar,
Á. P. Jóhannsson, að leggja fram tillögur
nefndarinnar.
Útnefningar voru þessar og þessir kosnir:
Forseti: J. J. Bíldfell
Vara-forseti: Dr. Richard Beek
Skrifari: Bergthor Emil Johnson
Vara-skrifari: Séra B. Theodore SigurdsQin
Gjaldkeri: Árni Eggertsson
Fjármálaritari: Guðmann Levy
Vara-gjaldkeri: Walter Jóhannsson
Vara-fjármálaritari: Dr. August Blondal
Skjalavörður: S. W. Melsted
Endurskoðendur voru kosnir: Grettir L.
Jóhannsson til 2 ára og Steindór Jakobsson
tii eins árs.
f milliþinganefnd I íþróttamáli voru kosn-
ir Dr. August Blöndal og Thorsteinn Thof-
steinsson.
I Rithöfundasjóðsnefnd til að starfa á ár-
inu voru kosnir: séra Guðm. Árnason, séra
B. Theodore Sigurðsson, J. K. Jónasson,
Sveinn Thorvaldson og Árni Eggertssan.
p. K. Kristjánsson lagði til og Rðsmund-
ur Árnasom studdi, að þessi nefnd megi bæta
við sig, ef henni svo sýnist. Samþykt.
Árni Eggertson lagði til og K. Valdimar
Björnson studdi, að fráfarandi nefndar-
mönnum, Á. P. Jóhannssyni og P. S. Páls-
syni sé þakkað starfið á árinu. Sámþykt.
Sextíu ára afmœli islenzkra bygða.
Nefndin, sem sett var til að íhuga þetta
mál, leyfir sér að leggja fyrir þingið eftir-
farandi ályktun:
par sem á komandi sumri 60 ár eru liðin
frá stofnun íslenzkra landnáma I Manitoba-
fylki og Minnesoita-ríki, leggur nefndin til,
að væntanlegri stjórnarnefnd féiagsins sé
falið að eiga samvinnu um það við íslend-
ingadagsnefndir hvarvetna, að íslendinga-
dags hátíðahöld á komandi sumri séu sér-
staklega helguð minningu þessa atburðar á
virðulegan og viðeigandi hátt.
Rögnv. Pétursson Richard Beck
K. Valdimar Björnson Th. Thorfinnson
B. E. Johnson.
Var nefndarálitið lesið af Dr. Richard
Beck. Tillögu gjörði Thorsteinn J. Gíslason
studda af Pórði K. Kristjánsson að álitið sé
viðtekið eins og lesið. Samþykt.
pingmálanefnd lagði þá fram álit um tvö
ný mál. Fyrra málið fjallaði um 100 ára
afmælisminningu séra Matthíasar Jochums-
sonar, sem haldin verður hátlðleg á komandi
hausti. Er mælst til að pjóðræknisfélagið
íhugi möguleika á að minnast þessa atburð-
ar með að láta þýða úrvalsljóð hans á ensku
eða á einhvern viðunanlegan hátt, að taka
þátt I þessum atburði.
Hitt málið er, að pjóðræknisfélagið taki á
einhvern hátt þátttöku I minnisvarðamáli
skáldsins St. G. Stephanssonar.
par sem hér er um umfangsmikil og