Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 10
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
frama- verið að kalla þráðbein í
samanburði við hina ógurlegu og
hlykkjóttu braut Þórbergs „upp á
sigurhæðir11. Með ættgengu harð-
fylgi leiddi hin beina braut Gunn-
ars hann til frama, eigi aðeins á
Norðurlöndum, heldur og í Evrópu.
Jafnvel í hinum torsótta heimi Eng-
ilsaxa, beggja vegna hafs, ruddi
hann sér til rúms að lokum með
Kirkjunni á fjallinu og sögunni af
góða hirðinum, Fjalla-Bensa (Að-
venta). En meðan Gunnar var að
vinna sér frama á Norðurlöndum,
var Þórbergur á kafi í námi ís-
lenskra fræða undir handleiðslu
hins lærða og skarpvitra fræði-
manns, B. M. Ólsens. Það var ekki
fyrr en 1924, sama árið og Gunnar
sendi frá sér fyrsta bindið af Kirkj-
unni á fjallinu, að Þórbergur varð
þjóðkunnur með Bréfi til Láru, og
enn má hann heita alveg ókunnur
maður utan landssteinanna, nema í
hópi Esperantista, enda ekki nema
rúm tíu ár síðan hann hóf að rita
ævisögu sína, sem enn er ófullgerð.
Einhverntíma hafði ég þau orð
um Kirkju Gunnars, að hún væri
eins íslenskt verk, eins og verk
Prousts væri frönsk. Ennþá sann-
ara væri þó að taka svo til orða um
Ofvita Þórbergs, og satt að segja er
bæði hann og önnur bestu verk Þór-
bergs svo sterklega rætt í íslensk-
um jarðvegi og í jarðvegi síns tíma,
að líklegt er, að ekki væri auð-
veit að snúa þeim á aðrar tungur.
Það er dálítið táknrænt, að þeir
félagar eru báðir fæddir að vorlagi.
Báðir hafa verið vormenn í íslenskri
menningu samtímans. En eins og
Þórbergur virðist vera sonur Góu,
en Gunnar Hörpu, þannig hefir
grunntónninn í verkum þeirra ver-
ið allmjög misróma. Þórbergur hef-
ir haft miklu meira af stormi og
stríði, Gunnar af hinum blíðari blæ.
Kynlegt er og að veita því eftirtekt,
hversu heimahagar og umhverfi
þeirra speglast í verkum þeirra.
Þórbergur er sonur vatnanna, sem
jöklarnir stífla um tíma og þorna
þá alveg upp eða sitra rétt aðeins
fram á sandana. En í fyllingu tím-
ans brjóta þau jökulinn af sér og
steypast í jötunmóði fram á sandana
og stenst ekkert við þeim. Slík voru
umbrot Þórbergs í Bréfi til Láru.
Aftur á móti streymir Gunnar fram
lygn eins og Lögurinn á Fljótsdals-
héraði, en þó með þungum undir-
straumi. En straumþunginn í verk-
um hans minnir líka á elfur ís-
lensks þjóðlífs, sem fyrir löngu hef-
ir gagntekið hug hans og hjarta.
Vera má raunar, að það sé fremur
umhverfi að kenna en eðlisfari, hve
ólíkur er straumfallandinn í verk-
um þeirra jafnaldranna. Því má
ekki gleyma, að Gunnar vann verk
sín óáreittur af íslenskum hvers-
dagsmálum, en Þórbergur var altaf
mitt í þeirri straumiðu. Ef ráða má
af síðustu athugasemdum Gunnars
um lands og sveitamál má renna
grun í það, að fleiri hefðu verið foss-
ar og ílúðir á hinum lygna straumi
verka hans, ef hann hefði verið bú-
settur heima alla tíð.
Hinsvegar er það ekki ólíklegt að
Þórbergur hefði orðið akademiskari
spekingur en hann varð, ef hann
hefði lifað lífinu í sama fjarska frá
kríugeri hólmans eins og Gunnar
naut.
Játað skal fúslega, að það virðist
bita munur en ekki fjár á skaphita