Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Qupperneq 10

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Qupperneq 10
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA frama- verið að kalla þráðbein í samanburði við hina ógurlegu og hlykkjóttu braut Þórbergs „upp á sigurhæðir11. Með ættgengu harð- fylgi leiddi hin beina braut Gunn- ars hann til frama, eigi aðeins á Norðurlöndum, heldur og í Evrópu. Jafnvel í hinum torsótta heimi Eng- ilsaxa, beggja vegna hafs, ruddi hann sér til rúms að lokum með Kirkjunni á fjallinu og sögunni af góða hirðinum, Fjalla-Bensa (Að- venta). En meðan Gunnar var að vinna sér frama á Norðurlöndum, var Þórbergur á kafi í námi ís- lenskra fræða undir handleiðslu hins lærða og skarpvitra fræði- manns, B. M. Ólsens. Það var ekki fyrr en 1924, sama árið og Gunnar sendi frá sér fyrsta bindið af Kirkj- unni á fjallinu, að Þórbergur varð þjóðkunnur með Bréfi til Láru, og enn má hann heita alveg ókunnur maður utan landssteinanna, nema í hópi Esperantista, enda ekki nema rúm tíu ár síðan hann hóf að rita ævisögu sína, sem enn er ófullgerð. Einhverntíma hafði ég þau orð um Kirkju Gunnars, að hún væri eins íslenskt verk, eins og verk Prousts væri frönsk. Ennþá sann- ara væri þó að taka svo til orða um Ofvita Þórbergs, og satt að segja er bæði hann og önnur bestu verk Þór- bergs svo sterklega rætt í íslensk- um jarðvegi og í jarðvegi síns tíma, að líklegt er, að ekki væri auð- veit að snúa þeim á aðrar tungur. Það er dálítið táknrænt, að þeir félagar eru báðir fæddir að vorlagi. Báðir hafa verið vormenn í íslenskri menningu samtímans. En eins og Þórbergur virðist vera sonur Góu, en Gunnar Hörpu, þannig hefir grunntónninn í verkum þeirra ver- ið allmjög misróma. Þórbergur hef- ir haft miklu meira af stormi og stríði, Gunnar af hinum blíðari blæ. Kynlegt er og að veita því eftirtekt, hversu heimahagar og umhverfi þeirra speglast í verkum þeirra. Þórbergur er sonur vatnanna, sem jöklarnir stífla um tíma og þorna þá alveg upp eða sitra rétt aðeins fram á sandana. En í fyllingu tím- ans brjóta þau jökulinn af sér og steypast í jötunmóði fram á sandana og stenst ekkert við þeim. Slík voru umbrot Þórbergs í Bréfi til Láru. Aftur á móti streymir Gunnar fram lygn eins og Lögurinn á Fljótsdals- héraði, en þó með þungum undir- straumi. En straumþunginn í verk- um hans minnir líka á elfur ís- lensks þjóðlífs, sem fyrir löngu hef- ir gagntekið hug hans og hjarta. Vera má raunar, að það sé fremur umhverfi að kenna en eðlisfari, hve ólíkur er straumfallandinn í verk- um þeirra jafnaldranna. Því má ekki gleyma, að Gunnar vann verk sín óáreittur af íslenskum hvers- dagsmálum, en Þórbergur var altaf mitt í þeirri straumiðu. Ef ráða má af síðustu athugasemdum Gunnars um lands og sveitamál má renna grun í það, að fleiri hefðu verið foss- ar og ílúðir á hinum lygna straumi verka hans, ef hann hefði verið bú- settur heima alla tíð. Hinsvegar er það ekki ólíklegt að Þórbergur hefði orðið akademiskari spekingur en hann varð, ef hann hefði lifað lífinu í sama fjarska frá kríugeri hólmans eins og Gunnar naut. Játað skal fúslega, að það virðist bita munur en ekki fjár á skaphita
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.