Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Qupperneq 12
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
sundur í rammasta háði. Og þegar
lífið lék Þórberg allraverst, þá var
það einmitt þessi hæfileiki hans, að
draga sig sjálfan og hina ömurlegu
tilveru sína sundur í óbótanlegu
gríni, sem bjargaði honum á land
lifenda. Síðan hefir Þórbergur orð-
ið mestur húmoristi, er ritað hefir
á íslenska tungu. Gunnar er of
hreinn og beinn í tilíinningum sín-
um til þess að ná honum á því sviði.
Hann á að vísu mikið af gletni, sem
manni finst venjulega góðlátleg, en
þó hafa sumar af fyrirmyndum hans
varla getað fyrirgefið honum „með-
ferðina“ á sér. Hinsvegar hafa fyrir-
myndir Þórbergs þolað honum enn-
þá „verri“ meðferð og það undir
fullu nafni. Ástæðan mun vera sú,
að Þórbergur gerir þó altaf mest
grínið að sjálfum sér og dregur sig
aldrei í hlé.
II.
GUNNAR GUNNARSSON flutt-
ist heim að Skriðuklaustri nálægt
fimmtugsafmæli sínu vorið 1939.
Þar beið hans mikið starf: að
taka við búi og byggja oían yfir sig
að hætti íslenskra bænda, sem
minst einu sinni á mannsaldri hverj-
um hafa þurft að byggja yfir sig.
Og Gunnar bygði, og það á þann
hátt, að ólíklegt er að um verði bætt
á Skriðuklaustri næstu mannsaldr-
ana. Af myndum að dæma var hús
skáldsins á Skriðuklaustri bæði
smekklegt og vistlegt, og það sem
meira er um vert, það mun vera
verk hans sjálfs og sonar hans.
Geta má nærri, að þetta hefir verið
alt annað en auðvelt verk að fram-
kvæma á stríðsárunum og í dýr-
tíðinni, þó að bóndinn á Klaustri
Gunnar Giiunar.sson
hafi vonandi heldur ekki farið var-
hluta af stríðsgróðanum til að létta
undir með sér. Auk þess hafa tekj-
ur hans af ritverkum gömlum og
nýjum auðvitað líka runnið í bygg-
ingarsjóðinn.
Og Gunnar bygði eigi aðeins,
hann bjó. Er satt að segja dálítið
örðugt að gera sér í hugarlund, að
Gunnar skyldi hafa mikinn tíma af-
gangs til ritstarfa frá bústörfunum,
einkum þegar þess er gætt að í allri
manneklunni á stríðsárunum, mun
það eigi hafa verið auðvelt fyrir
bónda að keppa við Bretavinnuna
og Ameríkana um vinnukraftinn.
En þessar góðu og gildu ástæður
munu liggja til þess, að síðan Gunn-
ar flutti heim hefir hann ekki skrif-
að nema eina skáldsögu: Heiöaharm
1940.
Heiðaharmur mun ávalt verða
talin merkisbók í íslenskum bók-
mentum, af því að hún markar svo
glögg og skemtileg tímamót í sögu
Gunnars sjálfs. Hún er fyrsta bók-