Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 13

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 13
TVEIR MIKLIR ÍSLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR 11 in, sem hann skrifaði á íslensku eftir nærri þrjátíu ára útlegð í Dan- mörku og á danska tungu. Gunnar hafði að vísu skrifað (eða þýtt) fyrstu smásögur sínar á íslensku (Sögur 1912) og henni góðri. En er kom fram í Sögur Borg- arœttarinnar fór að þyngjast fyrir honum róðurinn á íslensku og lauk svo, að síðasta bók hennar var þýdd af J. J. Smára. Eftir það bar Gunn- ar það ekki við að þýða bækur sín- ar eða skrifa að ráði á íslensku. Sennilega hefir bæði vinum hans og honum sjálfum verið nokkur kvíðustaður á, hversu þessi fyrsta bók hans á móðurmálinu mundi heppnast. En hér þurfti enginn neins að kvíða. Sagan er rituð á lýtalausri íslensku og þó í hinum persónulega stíl Gunnars, er minnir á list Óðins í Hávamálum: Orð mér af orði / orðs leitaði. Þessi góðkunnugi stíll getur stund- um orðið dálítið þungur, en hann speglar altaf geðbrigði og skap höf- undar, varma samúð hans með sögu- hetjunum, góðlátlega gletni, og frausta ást til lands og þjóðar. Heiðaharmur var hugsaður sem (síðasti?) hlekkur í bóka-keðju þeirri, er Gunnar ætlaði sér að rita um sögu íslands frá byrjun — og byrjaði með Fóstbrœðrum. En ann- ars kippir sögunni sjálfri í kyn til frásagna Gunnars í Nótt og Draumi °g í Aðventu af trölltryggum jarð- arsonum á heiðum Norðaustur- lands. Um þessa menn skrifar hann í l°k Nœtur og Draums: »Þeir hafa búið hér ár fram af ari. mann fram af manni, síðan iundið fanst, og lifað af grjóti. Andi þeirra, trú og trygð hefir gætt grjót- ið lífi. Og ekki hafa slíkir menn, orðvarir og dáðadýrir jarðarsynir, setið þessa jörð eina, heldur allar aðrar gráar og grjótorpnar jarðir landsins. Eins og haugaeldur brenn- ur á næturþeli yfir fólgnu gulli, tekur alt í einu eldur að brenna yfir þessum forna, vallgróna bú- stað. Upp af grágrýtinu og mönn- um þess leggur bjartan kyrran loga, sem ber við himin, logann frá hin- um síbrennandi þyrnirunna lífsins. Rödd guðs hefir talað“. í Heiðaharmi leggur enn logann af þessu lífi til himins. Bókin er um hina gráu tryggu íbúa heiðarinnar, einkum Jökuldalsheiðar. Sagan hefst á hallærisárunum uppúr Dyngjufjallagosinu, og um og eftir frostaveturinn mikla. Þessi ár ráku suma alla leið til Ameríku, en öðr- um ýttu þau ofan af heiðunum nið- ur í dalina, héruðin og þorpin, sem ekki höfðu orðið eins hart úti og heiðarbýlin sjálf. Á efsta bæ í bygð, næst heiðinni, býr Brandur bóndi. Hann er bund- inn órofa böndum við torfuna og heiðina. Eftir megni, eða fram yíir það, reynir hann að verða heiðar- búum forsjón og hjálp. Ef hann mætti ráða skyldu þeir aldrei gefa upp svo mikið sem spönn lands í vald auðninni á heiðinni. Reiði hans við Ameríkufarana er álíka óvægin, og harmur hans er sár yfir hverj- um heiðarbúa, er verður að láta undan síga fyrir höfuðskepnum heiðarinnar. Því miður verða það þó örlög flestra því þrátt íyrir trygð bændanna við heiðarbýlin sín og hjálp Brands geta þeir ekki haldist þar við, þegar sandbylur rífur sig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.