Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 13
TVEIR MIKLIR ÍSLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR
11
in, sem hann skrifaði á íslensku
eftir nærri þrjátíu ára útlegð í Dan-
mörku og á danska tungu.
Gunnar hafði að vísu skrifað
(eða þýtt) fyrstu smásögur sínar á
íslensku (Sögur 1912) og henni
góðri. En er kom fram í Sögur Borg-
arœttarinnar fór að þyngjast fyrir
honum róðurinn á íslensku og lauk
svo, að síðasta bók hennar var þýdd
af J. J. Smára. Eftir það bar Gunn-
ar það ekki við að þýða bækur sín-
ar eða skrifa að ráði á íslensku.
Sennilega hefir bæði vinum hans
og honum sjálfum verið nokkur
kvíðustaður á, hversu þessi fyrsta
bók hans á móðurmálinu mundi
heppnast. En hér þurfti enginn
neins að kvíða. Sagan er rituð á
lýtalausri íslensku og þó í hinum
persónulega stíl Gunnars, er minnir
á list Óðins í Hávamálum: Orð mér
af orði / orðs leitaði.
Þessi góðkunnugi stíll getur stund-
um orðið dálítið þungur, en hann
speglar altaf geðbrigði og skap höf-
undar, varma samúð hans með sögu-
hetjunum, góðlátlega gletni, og
frausta ást til lands og þjóðar.
Heiðaharmur var hugsaður sem
(síðasti?) hlekkur í bóka-keðju
þeirri, er Gunnar ætlaði sér að rita
um sögu íslands frá byrjun — og
byrjaði með Fóstbrœðrum. En ann-
ars kippir sögunni sjálfri í kyn til
frásagna Gunnars í Nótt og Draumi
°g í Aðventu af trölltryggum jarð-
arsonum á heiðum Norðaustur-
lands.
Um þessa menn skrifar hann í
l°k Nœtur og Draums:
»Þeir hafa búið hér ár fram af
ari. mann fram af manni, síðan
iundið fanst, og lifað af grjóti. Andi
þeirra, trú og trygð hefir gætt grjót-
ið lífi. Og ekki hafa slíkir menn,
orðvarir og dáðadýrir jarðarsynir,
setið þessa jörð eina, heldur allar
aðrar gráar og grjótorpnar jarðir
landsins. Eins og haugaeldur brenn-
ur á næturþeli yfir fólgnu gulli,
tekur alt í einu eldur að brenna
yfir þessum forna, vallgróna bú-
stað. Upp af grágrýtinu og mönn-
um þess leggur bjartan kyrran loga,
sem ber við himin, logann frá hin-
um síbrennandi þyrnirunna lífsins.
Rödd guðs hefir talað“.
í Heiðaharmi leggur enn logann
af þessu lífi til himins. Bókin er um
hina gráu tryggu íbúa heiðarinnar,
einkum Jökuldalsheiðar. Sagan
hefst á hallærisárunum uppúr
Dyngjufjallagosinu, og um og eftir
frostaveturinn mikla. Þessi ár ráku
suma alla leið til Ameríku, en öðr-
um ýttu þau ofan af heiðunum nið-
ur í dalina, héruðin og þorpin, sem
ekki höfðu orðið eins hart úti og
heiðarbýlin sjálf.
Á efsta bæ í bygð, næst heiðinni,
býr Brandur bóndi. Hann er bund-
inn órofa böndum við torfuna og
heiðina. Eftir megni, eða fram yíir
það, reynir hann að verða heiðar-
búum forsjón og hjálp. Ef hann
mætti ráða skyldu þeir aldrei gefa
upp svo mikið sem spönn lands í
vald auðninni á heiðinni. Reiði hans
við Ameríkufarana er álíka óvægin,
og harmur hans er sár yfir hverj-
um heiðarbúa, er verður að láta
undan síga fyrir höfuðskepnum
heiðarinnar. Því miður verða það
þó örlög flestra því þrátt íyrir trygð
bændanna við heiðarbýlin sín og
hjálp Brands geta þeir ekki haldist
þar við, þegar sandbylur rífur sig