Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 15
TVEIR MIKLIR ÍSLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR
13
undar og Hersteins Pálssonar) VII.
bindi (1948), og Svartfugl (í þýð-
ingu Magnúsar Ásgeirssonar) VIII.
bindi (1949).
TJr fylgigrein fyrsta bindisins
langar mig til að tilfæra þetta til
skýringar Kirkjunni á fjallinu:
„Yfir mig kom stríðið (heims-
styrjöldin fyrri) eins og reiðarslag.
Fyrstu áhrif þess á verk mín voru
Ströndin.. . . Á svipaðan hátt og með
líkum tilfinningum bygði ég síðan
upp Varg í véum. Þetta eru stríðs-
bækur, eins og mér var gefið að
skrifa þær. Bókin á mörkum stríðs
og friðar var Sœlir eru einfaldir . . .
Vonbrigði mín geta þeir einir gert
sér í hugarlund, sem sjálfir unna
jafnrétti og mannúð, hver sem í
hlut á. Ef mannkynið falsar eða
hverfur frá hugsjón friðarins, sem
nú (1941) mega heita fordæmdar
um heim gervallan, væri því betra
að eyðast. Enda mun það þá eyðast.
Það var vonin, vonin, þrátt fyrir
alt, sem vann sigur, þegar ég sneri
^oér að því að rita Kirkjuna á fjall-
inu. Ég hafði hugsað mér bókina alt
öðruvísi. í henni eins og lífinu sjálfu
atti ekki að vera nein höfuðpersóna,
eoginn „þráður". Hún átti að vera
rnynd af lífinu. Þessa mynd ætlaði
e§ að gera eins sanna og yfirgrips-
mikla og mér var frekast unnt. Hún
atti að sýna dýpt tilverunnar, jafn-
Vel við einföldustu lífskjör, — og
heilagleik. Ég velti fyrir mér fram
°S aftur, hvernig þetta mætti verða.
sá þegar fram á, að það mundi
taka mig mörg ár að skrifa slíka
sögu, ef til vill öll mín ár . . . .
Einn góðan veðurdag náði ég í
fyrstu setninguna, það var löng
Setning og sleip eins og áll, en ég
slepti ekki tökunum. Mér hafði ver-
ið legið á hálsi fyrir það, að ég væri
búinn að gleyma íslenskum lands-
háttum. Mig hafði aldrei langað til
að svara þeim ásökunum öðruvísi
en með brosi, en nú var tækifærið.
Ég hafði ekki í hyggju að skrifa
neina skáldsögu í venjulegu formi.
Þetta átti bara að vera „bók“. Hún
átti fyrst og fremst að rúma sann-
leikann um lífið og tilveruna að svo
miklu leyti, sem ég væri megnugur
að skynja hann. En svo varð úr
þessu leikur. Ljóðlína Jónasar var
það eina, sem við átti sem heiti á
bókinni. Þetta varð óviljandi skáld-
skapur. En var nú þetta sannleik-
urinn um lífið? Mér fanst sjálfum,
að það væri að minsta kosti brot af
honum í bókinni.
Undir eins og fyrsta bindið kom
út, bar á því, sem síðar hefir verið
við að brenna, að menn kölluðu bók-
ina sjálfsævisögu. Mótmæli mín
gegn því hafa lítið tjóað. Menn hafa
þóttst vita betur en höfundur . . .
Nú er því ekki að leyna, að allmik-
ið úr mínu eigin lífi hefir runnið
inn í bókina, — sjálfkrafa, að segja
mætti. Eins og hún var fyrirhuguð,
hlaut það að fara þannig. Samt verð
ég að telja, að bókin, alt á litið, sé
fremur skáldsaga en sjálfsævisaga,
enda þótt áhrifin frá lífssögu Gorkis
séu auðsæ. Finst mér ég hafa góð
rök fyrir þeirri skoðun, sem sé þau,
að leikur hugans að staðreyndum
hljóti altaf að liggja nær skáldskap
en raunveruleika“.
Sama árið og síðasta bindið af
Kirkjunni kom út hélt Gunnar Har-
alds Níelssonar fyrirlestur við Há-
skólann, er hann kallaði Siðmenn-
ing — Siðspilling. Var fyrirlestur-