Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 16
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
inn hinn þriðji í röð þessara fyrir-
lestra, og var bæði prentaður sér-
staklega (Minningarsjóður Har.
próf. Níelssonar og ísaf. 1943) og
líka aftan við þriðja bindi Kirkjunn-
ar, til þess, eins og Gunnar tekur
fram, að sýna, hvernig hann hugs-
aði um sömu efni 1943 og hann hafði
reynt að brjóta til mergjar á fyrstu
árum sínum í Danmörku sem
Óreyndur ferðalangur.
Gunnar leggur hér út af orðun-
um: „Ég er vegurinn, sannleikur-
inn og lífið“, og kemst að þessari
niðurstöðu:
„Vegurinn er þjónusta . . . þjón-
usta í fylsta skilningi þess orðs og'
án undanbragða, þjónusta frá fæð-
ingu til dauða og út yfir dauðann
(„Einhver kemur eftir mig, sem
nýtur“). Sannleikurinn er kunnátt-
an að beita þjónustu fallvalts lífs í
þágu æðri markmiða, þágu bræðra-
lagsins, þágu mannkynsins, en um
leið í þágu æðri valda innan manns-
sálarinnar, beita henni í þágu hins
göfga og góða, þágu guðs og manns.
Og lífið, dýrmæta.st allra gjafa,
þeim, sem kunna með það að fara,
er samræming vegar og sannleika.
Lífið er hin náðarsamlega hlutdeild
vor í þeim torræðu undrum, er um-
lykja oss á alla vegu; hlutdeild vor
í alheiminum, þeim heimi, sem dvöl
vor í holdheimum er aðeins lítill
hluti af og snertir aðeins lítinn
hluta af. Og þetta líf er ekki aðeins
holdlegt, því hold vort hið veika og
fallvalta umlykur andann, sálina,
þann hluta mannsins, sem enginn
fær nokkru sinni kúgað, svívirt né
sundrað, nema sjálfur hann; þann
hlutann, sem fyrstur lætur undan
spillingu siðanna, ef illa er efnt til
vegferðarinnar og sannleikurinn
svikinn — en á um leið í sér festu til
að verða það bjarg, er byggja megi á
framtíðarsiðmenningu mannkyns-
ins — enda verður hún ekki bygð
á neinum öðrum grundvelli, ef þessi
bregst“.
Þannig samræmir Gunnar hina
björtu lífsskoðun sína kristnum
dómi, á tímabili, þegar veröldin
hafnaði eigi aðeins kristninni með
verstu styrjöld, sem sögur fara af,
heldur svívirti líka sannleikann
meira en nokkur eldri öld með
skipulagðri lygastarfsemi (propa-
ganda), enda stingur Gunnar upp á
því, að kalla hana öld lyginnar.
Þrátt fyrir alt þetta vill Gunnar
ekki gefa upp von sína um þúsund
ára friðarríkið. — Það er þessi
þrjóska óraunhæfa von, sem framar
öllu öðru einkennir Gunnar.
Nú er að segja frá því, að auk
sinna eigin verka hjálpaði Gunnar
til að gefa út verk fornvinar síns,
Jóhanns Sigurjónssonar með því að
skrifa hinn merkilega og glæsilega
ritaða inngang, „Einn sit ég yfir
drykkju“, við fyrra bindi af Ritum.
Jóhanns (Mál og Menning, 1940).
Síðar gaf hann út Ljóðmœli Páls
Ólafssonar, frænda síns, með skemti-
legum inngangi (Helgafell 1944).
Fanst honum einkum til um hið
spriklandi fjör í ljóðabréfum Páls,
og hyggur að í þeim hafi Páll notið
sín best.
Auk þess að skrifa innganginn var
það aðalverk Gunnars að flokka
kvæðin, svo að Páll nyti sín betur.
Lætur hann ljóðabréfin hefja bók-
ina, þá koma hestavísur, þá ýmis-
leg ljóð, og þá ljóð um Ragnhildi,
er Gunnar segir réttilega að Páll