Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 20

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 20
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA vitnisburð, sem Gunnar gefur þeim: „Það má vera einkennileg mannteg- und, sem getur kynnst Dönum að ráði, án þess að fyllast aðdáun, sam- úð og kærleika til lands og þjóðar. Tvent er það í fari þeirra, er meitlar sig hvað fastast í hugann: sundur- gerðarlaus karlmennska og eðlis- bundin réttsýni11. Ekki kemst þó Gunnar hjá því að víkja að því, hvernig Danir gerðu að stríðslokum upp við Guðmund Kamban og hann sjálfan. Danir grunuðu þá báða um nazisma, og fyrir þær sakir var Kamban drep- inn, en Gunnar rægður í blöðunum. Nú áttu bæði Kamban og þó kann- ske sérstaklega Gunnar vinsældum að fagna í Þýskalandi vegna rita sinna og þær vinsældir stóðu á gömlum merg. Er það skiljanlegt að þessar vinsældir þeirra í Þýska- landi hafi getað vakið grun Dana á stríðsárunum, þótt ekkert verði fundið í ritum þeirra félaga sem réttlæti þenna grun. Þetta getur skýrt frumhlaup þeirra Dana, þó það afsakaði það auðvitað ekki. Árbókin 46—7 er allólík í fram- setningu og tón systur sinni frá 1945. Hér virðist stormur veruleikans vera að sveipa hinum rómantísku morgunroðaskýjum frá 1944—5 af himninum. Upphaf og endir þessarar árbók- ar er pólitík, og það pólitík í öllum hugsanlegum myndum: hnattpóli- tík, utanríkispólitík, innanríkispóli- tík og hreppapólitík. Má vera að sumum þyki hér málum blandað saman af lítilli háttvísi, ekki síst þegar Gunnar milgrar innan um alla þessa pólitík sína blaðaúrklipp- um og glepsum hvaðanæva eins og rúsínum í graut, — eða eins og nútímamenn barna störf dagsins með útvarpsfréttum og jazzi. Ekki þarf þó langa íhugun til að sannfærast um, að ofstjórn og ó- stjórn, viðskiptahöft og skattaálög- ur eru ekki annars eðlis á Islandi en í öðrum löndum veraldar, og það hinum mestu. Hlálegast er þó að hugsa sér það, að maður skuli geta skilið heims- pólitíkina miklu, glímu Austurs og Vesturs út frá athugunum á sambúð nágranna í íslenskri sveit! Mér er það minnisstætt að ég varð einu sinni áheyrsla umræðu tveggja manna um merkilegar kon- ur á Héraði, en við skulum kalla þær A, B, C eftir bæjum þeim, er þær sátu með sóma og prýði. Ann- ar maðurinn sagði eitthvað á þá leið, að þær húsfreyjurnar A og C hefðu verið geysimiklar vinkonur. „Já“, gall þá við hinn maðurinn, „en vinskapur þeirra var mest í því fólg- inn, að tala illa um húsfreyjuna á B!“ Ef þetta er ekki saga Vesturveld- anna og Rússlands í hnotskurn með- an Þýskaland var enn við lýði, þá fatast mér að skilja. En þegar hinn sameiginlegi óvinur er úr sögunni, þá versnar allur vinskapur og snýst í nágrannakryt. Sá er þó munur á íslenskum bændum og höfðingjum Austurs og Vesturs, að íslendingar eru óherskáir og drepast ekki menn fyrir nú á dögúm. Þannig atvikast það, að hreppa- pólitíkin og stórpólitíkin í riti Gunn- ars virðast vera — og eru — sam- bornar systur. Eins og allir hugsandi menn sér Gunnar í hendi sinni, að á kjarn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.