Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 21
TVEIR MIKLIR ÍSLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR
19
orkuöldinni getur heimurinn ekki
staðist, nema Austur og Vestur
mætist — þau verða að mætast,
annars er báðum tortíming eins vís,
eins og tveir og tveir eru fjórir.
Hvernig það megi gerast, getur
Gunnar hinsvegar að sjálfsögðu ekki
ráðið fram úr — viðbragð hans er
að þybbast við og þrjóskast við að
vona mót allri skynsamlegri von!
Hann fer þó ekki í neina launkofa
með óbeit sína á hinu austræna
„lýðræði11 er hann hiklaus telur í
ætt við einræði Hitlers. Það leikur
því ekki á tveim tungum að Gunn-
ar er ekki kommúnisti. Samt er
Gunnar mjög mótfallinn því, að
Ameríkumönnum skyldu leyfð eins
mikil fríðindi á kostnað landsrétt-
inda á Keflavíkurflugvelli eins og
raun bar vitni. Er gott fyrir Ame-
ríkumenn (og marga íslendinga) að
taka eftir þessu, því þeir láta venju-
lega skína í það, að ekki hafi aðrir
en kommúnistar verið á móti flug-
vallarsamningnum Keflavíkur. En
hér koma til hálfsannindin (að
þessu sinni amerískt própaganda!),
sem Gunnar með réttu telur höfuð-
einkenni vorrar lygaaldar. Sann-
leikurinn er sá, að þótt Gunnar vilji
Bandaríki veraldar, þá þykir hon-
um meira en illt að stórveldin geri
ísland að political colony eins og
prófessor Julian Huxley kallar það.
Milli styrjaldanna var Gunnar því
fylgjandi, að Norðurlönd her-
væddust í krafti og reyndu, sem
einn maður, að vernda hlutleysi sitt.
Því skynsamlega kalli hans var ekki
hlýtt á þeim árum, en nú er það
um seinan.
Svo mörg eru þau orð um heims-
Pólitík og utanríkismál, en hvað er
þá að frétta af hreppapólitíkinni?
Því miður kann Gunnar að segja
of mörg ill tíðindi úr sínum sveit-
um: dauða manna fyrir læknaleysi
á Héraði, harðan hag bænda þrátt
fyrir stríðsgróða, óstjórn Reykja-
víkur á Austurlandi, sviksemi í
framkvæmd opinberra verka o. s
frv.
Það er auðséð, að Gunnar er far-
inn að „þúa“ þjóð sína ekki síður
en skáldbróðir hans, Laxness, sem
manna mest mun hafa sagt íslend-
ingum til synda síðan hann komst
til vits og ára. Svo virðist sem hon-
um sé farið að kippa í kynið til
meistara Jóns eigi síður en jafn-
aldra hans Þórbergi.
íslendingar hafa til þessa farið
á mis við að kynnast Gunnari frá
þessari hlið prédikarans og umbóta-
mannsins. Hitt er þó vitað, að stund-
um sveið Dönum og Norðurlanda-
búum undan svipu hans, og ekki
líkaði Dönum t. d. hvað hann sagði
um Flateyjarbók 1930 og íslensku
handritin. Því miður mun enn vera
ósafnað mörgu af því, sem Gunnar
hefir skrifað í norræn og dönsk tíma-
rit af þessu tagi. Vonandi verður
öllu slíku til haga haldið og prent-
að í Ritum Gunnars áður lýkur.
En unginn í þessu pólitíska ádeilu-
kveri Gunnars eru jólasögur þrjár:
„Lystisemdir veraldar“, „Blessað
jólakvöld“ og „Frómir og ófrómir“,
ásamt heimspekilegri ritgerð um
„Örlög“.
Síðasta sagan segir frá hinum vin-
sæla „þjófi“ Bakkfirðinga í gamla
daga, „Blessað jólakvöld“ er fagn-
aðarfundur tveggja vina, bænda,
sem bæta sér fyrir brjósti og leysa
höft tungu og hjarta með síðustu