Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 22

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 22
20 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA leifum társ frá því fyrir bannið sæla. „Lystisemdir veraldar“ sýnir Sæ- mundur fróði dóttur sinni til þess að gefa henni einu sinni annað bragð í munn um hátíðarnar en hin hund- leiðu hversdagsstörf. Þó lætur Gunnar heimanfúsa heimasætuna fá óbeit á Hrunadansi jólanæturinn- ar áður en dagur er á lofti. Er auð- séð að Gunnar vonar hér — kann- ske mót von — að hin íslenska æska taki sér heldur þessa hyggnu heimasætu til fyrirmyndar heldur en hitt. Veigamest af öllu í Árbókinni, utan ádeilunnar, er þó kannske hin heimspekilega grein „Örlög“. 1 henni glímir Gunnar við gátur fornrar heiðinnar lífsskoðunnar og finnur þar margspök svör, jafnvel við áleitnustu lífsspurningum vorra daga. Kemur hann víða við, ræðir nornirnar þrjár, Urði Verðandi og Skuld, ræðir um lífstréð Yggdrasil, sem áður en varir gat snúist í hel- hest, ræðir um örlög Baldurs hins góða, ræðir að lokum um sköp, skap og fylgjur manna. Mjög einkennandi fyrir Gunnar sjálfan virðist mér lýsing hans á Baldri, goði sólar og mildi, en „Sú náttúra fylgir honum at engi má haldask dómr hans“. „í viðureign friðargoðsins við umheiminn er það því níðingslundin, er ber sigur af hólmi .... En trúnaðartraust hans átti sér engin takmörk og hneig hann því ósigraður. Trúnaðartraust er endingarbetra en banaör, öllu á botninn hvolft. Það er kjarni eilífs lífs. I óraunhæfu trúnaðartrausti er styrkur ástgoðsins fólginn: fallvalt- leikinn á sér engan annan“. Þarna virðist mér Gunnar lýsa sjálfum sér, manni, sem altaf vonar mót von, og bregst aldrei kröfum lífsins. Hann getur fallið, en heldur þó velli. Gunnar Gunnarsson er ekki van- ur því að gefast upp fyr en í fulla hnefa. Samt gafst hann upp á búskapn- um á Skriðuklaustri og fór með konu sína til Reykjavíkur til þess að geta verið nær læknishendi með hana haustið 1948. Heiðaharmurinn sannaðist á honum þrátt fyrir alt. „Búskapurinn var orðinn okkur ofviða“, sagði hann í viðtali við Morgunblaðið 26. nóv. 1948, þá til húsa á Hótel Borg. „Það var ekki hægt að fá neina hjálp. Jafnvei Kvennaskólinn á Hallormsstað var vinnufólkslítill. Það er hægt að fá fólk þarna eystra á sumrum, en von- laust að vetrinum“. Gunnari hefir löngum verið tam- ara að gefa en þiggja gjafir. Nú gaf hann landinu Skriðuklaustur, óðal sitt, svo það lenti ekki í braski. „Ein- hver kemur eftir mig sem nýtur“. Á Hótel Borg bjó Gunnar heilt ár. Á því ári vann hann að útgáfu og þýðingu bóka sinna og hóf undir- búning að því að byggja sér nýtt hús í Reykjavík. 1 nóvember 1949 fluttist hann þó í leiguíbúð á Nökkvaveg 37, og býr þar nú. III. ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON skrif- aði margt af sínum bestu verkum á árabilinu 1939—49. Hætt er þó við, að skiftar skoð- anir verði um fyrstu bók hans á þessu tímabili, og það þótt hún væri rituð í beinu framhaldi af greinum hans „Kvalaþorsti Nazista11, fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.