Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 22
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
leifum társ frá því fyrir bannið sæla.
„Lystisemdir veraldar“ sýnir Sæ-
mundur fróði dóttur sinni til þess
að gefa henni einu sinni annað bragð
í munn um hátíðarnar en hin hund-
leiðu hversdagsstörf. Þó lætur
Gunnar heimanfúsa heimasætuna
fá óbeit á Hrunadansi jólanæturinn-
ar áður en dagur er á lofti. Er auð-
séð að Gunnar vonar hér — kann-
ske mót von — að hin íslenska
æska taki sér heldur þessa hyggnu
heimasætu til fyrirmyndar heldur
en hitt.
Veigamest af öllu í Árbókinni,
utan ádeilunnar, er þó kannske hin
heimspekilega grein „Örlög“. 1
henni glímir Gunnar við gátur
fornrar heiðinnar lífsskoðunnar og
finnur þar margspök svör, jafnvel
við áleitnustu lífsspurningum vorra
daga. Kemur hann víða við, ræðir
nornirnar þrjár, Urði Verðandi og
Skuld, ræðir um lífstréð Yggdrasil,
sem áður en varir gat snúist í hel-
hest, ræðir um örlög Baldurs hins
góða, ræðir að lokum um sköp, skap
og fylgjur manna.
Mjög einkennandi fyrir Gunnar
sjálfan virðist mér lýsing hans á
Baldri, goði sólar og mildi, en „Sú
náttúra fylgir honum at engi má
haldask dómr hans“. „í viðureign
friðargoðsins við umheiminn er það
því níðingslundin, er ber sigur af
hólmi .... En trúnaðartraust hans
átti sér engin takmörk og hneig
hann því ósigraður. Trúnaðartraust
er endingarbetra en banaör, öllu á
botninn hvolft. Það er kjarni eilífs
lífs. I óraunhæfu trúnaðartrausti er
styrkur ástgoðsins fólginn: fallvalt-
leikinn á sér engan annan“.
Þarna virðist mér Gunnar lýsa
sjálfum sér, manni, sem altaf vonar
mót von, og bregst aldrei kröfum
lífsins. Hann getur fallið, en heldur
þó velli.
Gunnar Gunnarsson er ekki van-
ur því að gefast upp fyr en í fulla
hnefa.
Samt gafst hann upp á búskapn-
um á Skriðuklaustri og fór með
konu sína til Reykjavíkur til þess
að geta verið nær læknishendi með
hana haustið 1948. Heiðaharmurinn
sannaðist á honum þrátt fyrir alt.
„Búskapurinn var orðinn okkur
ofviða“, sagði hann í viðtali við
Morgunblaðið 26. nóv. 1948, þá til
húsa á Hótel Borg. „Það var ekki
hægt að fá neina hjálp. Jafnvei
Kvennaskólinn á Hallormsstað var
vinnufólkslítill. Það er hægt að fá
fólk þarna eystra á sumrum, en von-
laust að vetrinum“.
Gunnari hefir löngum verið tam-
ara að gefa en þiggja gjafir. Nú gaf
hann landinu Skriðuklaustur, óðal
sitt, svo það lenti ekki í braski. „Ein-
hver kemur eftir mig sem nýtur“.
Á Hótel Borg bjó Gunnar heilt ár.
Á því ári vann hann að útgáfu og
þýðingu bóka sinna og hóf undir-
búning að því að byggja sér nýtt
hús í Reykjavík. 1 nóvember 1949
fluttist hann þó í leiguíbúð á
Nökkvaveg 37, og býr þar nú.
III.
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON skrif-
aði margt af sínum bestu verkum á
árabilinu 1939—49.
Hætt er þó við, að skiftar skoð-
anir verði um fyrstu bók hans á
þessu tímabili, og það þótt hún væri
rituð í beinu framhaldi af greinum
hans „Kvalaþorsti Nazista11, fyrir