Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 27
TVEIR MIKLIR ÍSLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR
25
landi, þá þótti Macaulay það taka
út yfir allan þjófabálk, hve opin-
skár og málugur hann var um sjálf-
an sig. Honum bauð ekki einu sinni
við því, að láta sjálfan Dr. Johnson
gera grín að sér og segja svo frá
því sjálfur. Þetta var meira en hin
rammbreska 19. aldar gentlemann-
lega vandlæting gæti tekið inn syk-
urlaust.
En hreinskilni Þórbergs og opin-
ská er geysimikilsverð fyrir þá sök,
að hún gerir honum fært að draga
allar sálarlífs- og mannlýsingar með
fyllri, sterkari og sannari litum.
Hún leyfir honum að hrósa sjálf-
um sér með berum orðum, þegar
honum finst sjálfum hann vera
hróssins verður, en líka að draga
dár að sjálfum sér, þegar honum
býður svo við að horfa. Og hún er
mjög mikilsverð til þess að besti
kostur Þórbergs, húmorinn, fái að
njóta sín.
Af fáu höfum vér íslendingar ver-
ið fátækari en húmoristum, enda
hefir ekki verið mulið undir þá á
íslandi, þótt eigi hafi þar skort jarð-
veg fyrir níðskáld og ádeilumenn.
Efnaleysi og alvarlegur aldarandi
hefir kippt vexti úr húmoristunum
heima, en aftur á móti hefir hinn
landlægi engilsaxneski húmor lyft
undir þá Káinn og Guttorm J. Gutt-
0rmsson vestan hafsins. Gröndal var
að vísu mikill húmoristi, en þess
gsetti minna, þegar hann kom að
sJalfum sér: menn beri Dægrdvöl
saman við Heljarslóðarorustu.
En — eins og Káinn — er Þórberg-
Ur húmoristi hvort sem hann skrifar
Urn sjálfan sig eða aðra, og ekkert
Slður þá er hann lýsir sjálfum sér. Og
SVo góðlátleg er gletni hans, að þótt
hann snuddi við býsna viðkvæmum
einkamálum vina sinna og kunn-
ingja, þá hefir það aldrei heyrst,
að nokkur þeirra hafi kvartað und-
an meðferðinni.
Sennilega hefir Þórbergi verið sú
gáfa í blóð borin að geta á auga-
bragði haft endaskipti á alvarlegri
og hversdagslegri veröld og snúið
henni í fáránlega og mjög svo ó-
hversdagslega hlátursheima. Ef til
vill stendur tvískinnungurinn í skap-
gerð hans í sambandi við þessa gáfu.
En hvernig sem því er farið, þá hef-
ir þessi tvískinnungur haft mikil
áhrif til að þroska kýmnigáfu hans
og húmor. Upprunalegasta og sterk-
asta þáttinn í skapgerð Þórbergs
hygg ég vera vísindamensku hans,
eftirsókn hans eftir þekkingu og
speki. Þessi þekkingarþrá hafði tögl
og hagldir í barnæsku Þórbergs, en
varð nokkuð að láta í minni pok-
ann, eftir að hann endurfæddist til
kvennaástar og skáldskapar við
heillandi tóna þjóðvísunnar: „Til
austurheims vil ég halda“. Þá gerð-
ist hann rómantískur lýríkari. En
af stríðinu milli þessara pótentáta,
skáldsins og vísindamannsins, spratt
eigi svo lítið af hinum kynlegu og
frumlegu uppreistarljóðum Þór-
bergs, fyrir utan mörg turniment
á sviði sálarlífsins, sem fylla marg-
ar blaðsíður Ofvitans með skemti-
legu efni. En bæði vísindamaðurinn
og skáldið áttu í sífeldu stríði við
Þórbergs verra mann, skítkokkinn
af skútunni, en þeirri sálarstyrjöld
var enn ólokið, þegar Ofvitinn var
allur. Með árunum breyttist vísinda-
maðurinn í austrænan speking,
hinn austræni spekingur í sósíal-
ista, sósíalistinn í Esperantista, sem
boðar eina tungu á einum hnetti.