Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 30
28 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ir Þórbergur farið að leggja lag sitt við mann, sem gárungarnir kölluðu jafn-lyginn og Þórbergur var trú- gjarn: Sr. Árna Þórarinsson frá Staðarhrauni á Snæfellsnesi. Stjörnumeistarar nútímans ætla, að sólkerfið, sem jörð vor er hluti af, hafi myndast við árekstur tveggja stjarna, eða sólina. Neistaflugið, sem af þeim hrökk, varð að plánet- um sólkerfis vors. Þegar lygnasta manni landsins sló saman við trúgjarnasta mann landsins, þá varð af því neistaflug ólítið: heilar fjórar bækur af ævi- sögu sr. Árna, og munu þó tvær enn vera ófullgerðar í afli Þórbergs. Þær sem komnar eru heita: Fagurt mannlíf (1945), 1 Sálarháska (1946), Hjá vondu fólki (1947), og Á Snæ- fellsnesi (1948). Lygnasti maður landsins og trú- gjarnasti maður landsins! Satt er það, að ekki bera þessi orð ljóma of mikillar virðingar fyrir þessum heið- ursmönnum, enda er fátt trúlegra en að þau eigi kyn sitt að rekja til manna, er eigi áttu í fullu tré við þessa einkennilegu andans jötna, en reyndu þó að klóra í bakkann til að jafna hlutföllin. Hinu ber þó síst að neita, að margt segir sr. Árni ótrúlegt af sér og sam- tíðarmönnum sínum. Þótt hann ætti því láni að fagna að fæðast inn í hið fagra mannlíf í Árnessýslu og alast þar upp í Guðsótta og góðum siðum, þá er kristileg auðmýkt við fyrsta álit ekki áberandi kostur í fari hans. Hann er t. d. als ófeiminn við að segja það fullum fetum, að hann muni vera eini maður ekki aðeins á íslandi heldur í veröld allri(!) sem kunni að ala upp börn. Lærðum læknum skákar hann með því að kunna óbrigð ráð við lungna- bólgu og taugaveiki: hann læknar þessar lurður á réttum þrem tím- um. Ekki feilar hann heldur fyrir sér, að kalla þá Snæfellinga, sókn- arbörn sín, vont fólk, en hann kenn- ir það uppeldi þeirra. í Árnessýslu var gott fólk, af því að byrjað var að berja börnin til hlýðni, þegar þau voru hálfs árs. Snæfellingar höfðu ekki fengið þessarar uppeldis- listar, heldur létu börnin bala fyrir sér í sjálfræði. En þótt sr. Árni virðist þannig með köflum vera helst til ókristilega dreissugur og dómgjarn, þá vantar hann hvorki Guðsótta né trú á mátt Drottins. Frá barnæsku komst hann á lag með það að biðja Drottinn að vera sér innan handar — en bænheyrsl- an lét sjaldan lengi standa á sér. Því er það, að þegar sr. Árni segir kraftaverkasögur af sér eða öðrum, þá er slíkt gert Guði til dýrðar ekki síður en sjálfum honum til hróss — þótt ópostullegri samtíð hans kunni að sjást yfir það. Frá sjónarmiði sr. Árna er ævi hans kraftaverkasaga frá upphafi til enda, og eitt herlegt dæmi um dýrð Drottins. Því má heldur ekki gleyma, að eftir þessu sjónarmiði valdi hann vini sína. Því lýsir hann vinnukon- unni og vatnskerlingunni Signýju Sigmundsdóttur, — sem var sann- heilög kona í trú og líferni — eigi síður en stórskáldinu Einari Bene- diktssyni, sem líka var einlægur trúmaður, þótt líferni hans brysti kannske stundum eitthvað á hei- lagleik Signýjar. Og af sömu ástæðu telur hann ljósmóðurina og spákon- una Kristínu í Skógarnesi — þótt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.