Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Qupperneq 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Qupperneq 48
43 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þeirra bornar í gíginn: „Héðan kom- um við. Hingað hverfum við“. Þessi voru greftrunarorð prestsins, er hann jarðsetti landa sína. Og af því hann einn var heilagur maður, mátti hann hafast við í gíg-skálinni. Hann einn sá og skildi, að eldguð- inn endurlífgaði þann, sem fyrir löngu var liðinn, og bar hið nýja líf út úr djúpinu, nær sem barn fæddist á eynni. En sá viðburður var tilefni mikillar hátíðar og gleð- skapar. Þó varð vart milli séð, hvort vakti meiri hrifning fæðing eða dauðsfall. Söngvar, dansar og ræðu- höld voru jafnt viðhöfð við fæð- ingar og greftranir. Þó komst hrifn- ingin aldrei á hærra stig, en eftir þann, sem hafði unnið sér álit al- mennings. Sérstaklega var sungið hátt og dansað dátt eftir ungan mann, sem bjargað hafði barni frá bráðum bana. Það var á sundi og í þann veginn að verða illhveli að bráð, þegar lífgjafi þess stökk í sjó- inn og frelsaði það, en missti sjálf- ur lífið. í þetta sinn sneiddi prest- urinn lauf og lim af helgum jurtum, óf úr þeim sveig og lét hann síga í gíginn, í stað líkamans, sem var í kviði hvalsins. Mest hrifning greip þó Mandali, á hinni árlegu hátíð þeirra. Hana héldu þeir í tilefni af, að eldguðinn hafði flutt hina fyrstu foreldra upp í heiminn, og einnig til lofs og dýrð- ar öllum þeim sem skilað hafði ver- ið í undirdjúpin. Tilfinningar Man- dala, gagnvart látnum forfeðrum, skyldmennum og ættsystkynum, voru mér með öllu óskiljanlegar. Gleði þeirra, í þessu sambandi, virt- ist mér sprottin af trúarvissu þeirra: hinir framliðnu voru þeir sjálfir! Hafði ekki eldguðinn gefið þeim líf forfeðranna? Voru ekki hinir kviku, í fullu fjöri, hinir sömu og þeir sem látnir voru? Og við að vegsama forfeðurna, voru þeir ekki að lofa sjálfa sig? Þrisvar sat ég með þeim þessa árshátíð, en tók þó engan þátt í henni. Hefði ég gert það, væri ég ekki hér til frásagnar um Mandali. Áður en hinn mikli dagur rann upp var hvert mannsbarn komið upp að gígnum; og stóð mannfjöld- inn skjaldborg um skálina. Þar var beðið, í þögulli lotning og eftirvænt- ing, eftir að sól rynni úr sævi. En þá hófust söngvar og dansar af meiri gleði og fjöri, en nokkurn annan ársins dag. Fyrst þegar ég var við- staddur þessa hátíð, hélt ég að hver syngi með sínu nefi, og dansaði eft- ir eigin geðþótta. Síðar varð ég þess vís, að söngvar og dansar voru allir reglubundnir og athöfnin skipulögð, að svo miklu leyti, sem trylt hrifn- ing og ofsagleði leyfir. Öll stjórn há- tíðarinnar var í höndum prestsins. Stóð hann á klöppinni við gíginn, og hélt á langri bambústöng, sem hann notaði til að gefa lýðnum bend- mgar og fyrirskipanir viðvíkjandi athöfninni. Stundum söng hann eða tónaði nokkur orð, og svaraði lýð- urinn með söng. Aldrei greindi ég skil á orðum prestsins, en efast ekki um að mannfjöldinn skildi þau. Enda voru eyru þeirra eins og önn- ur skilningarvit, mun næmari en mín. Með svörunum fylgdist ég, og dró af þeim, að alt þetta messu- hald var lofgerð til eldguðsins og forfeðranna. Og var sem öll raun- vera hyrfi fólkinu sjónar. Þessa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.