Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 50
48
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ir sjálfir minna tjóni en flóðöldur
þær, sem jafnan fylgja þeim. En
ekki gat ég merkt nokkra truflun
í pílagrímsförinni; og það lagðist í
mig, að meira þyrfti til, svo skyn-
semi þeirra bryti í bág við trúar-
siði. Þeir voru ekki líklegir til að
snúa heim, við svo búið, án þess að
fullnægja kröfum kredduprestsins.
Það var komið undir sólsetur og
mannfjöldinn farinn að dreifa sér
um ströndina. En engin merki sá
ég þess, að jarðskjálftinn breytti
fyrirætlunum fólksins. Og í svip-
inn varð ekki séð, að nokkuð hefði
ískorist. Þó bar eyjan nú annan blæ,
en fyrr, því vesturloftið hafði tek-
ið á sig gula hulu og ljós sólarinnar
var daufara. Það var alt annað en
ég væri öruggur um, að hættan væri
liðin hjá. Enda leið ekki á löngu,
að eyjan hristist á ný, og mun kipp-
urinn hafa verið snarpari en hinn
fyrri. Ekki sá ég þó, að Mandalir
gæfu þessu gaum. Þeir fóru sér ekki
óðslega í neinu, og gengu í sjóbaðið
í sínu barnslega trúnaðartrausti.
Rétt í því að sólin hvarf í hafið,
kom þriðji kippurinn. Var sem eyj-
an veltist eins og skip í stórsjó.
Klettaborgin hrundi til grunns, eins
og henni hefði verið hrofað upp úr
spilum. Við síðustu glætu dagsins,
greindi ég dökka rák á haffletinum
í vestri. Við hana kannaðist ég.
Þetta var flóðalda, enn í nokkurri
fjarlægð, en þó eins vís að skella
á eyna eins og nóttin.
Við miðlínu jarðar má svo heifa,
að sólsetur og niðamyrkur nætur-
innar fylgist að. En áður en al-
myrkt varð, leit ég til strandarinn-
ar, og gat ég ekki séð, að eldguðinn
hefði skotið Mandölum skelk í
bringu. Nú var trúarhrifning þeirra
á hæsta stigi, því þennan dag var
sjóbaðið sakramenti. Lengur þörfn-
uðust þeir ekki fyrirskipana prests-
ins; og óvíst að þeir hafi tekið eftir,
að hann og klettaborgin voru horfin.
Ekki duldist mér hvað lá fyrir
þessum saklausu og hreinhjörtuðu
vinum mínum, en sá enga leið til
að bjarga þeim. Og í örvænting
minni var ég þakklátur fyrir nátt-
myrkrið.