Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 55

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 55
BORGARVIRKI 53 legum matarboðum þeirra Illuga ut- an veggja. Þar kom þó að lokum að bryti Barða tilkynti honum að nú sé ekkert eftir vista nema eitt mörs- iður, og spyr hvort því skuli skifta með virkismönnum. Barði svarar: „Annað ráð skulum vér taka. Þá þeir setjast niður og matast skulum vér kasta þessu út til þeirra. Má vera að þeir haldi að vér höfum ærna vist, og hætti umsátinni“. Þetta gerðu þeir svo með þeim ár- angri sem Barði hafði ætlað. Haust var komið, og kalt í veðri. Illugi taldi nú umsátina vonlausa, þar sem slíkar byrgðir voru fyrir í virkinu að þeir fleygðu út matvælum. „Skul- um vér taka hesta vora“, mælti hann, „ríða heim. Vil ég hér eigi bíða frera“. Þannig er þessi forna munnmæla- saga. Mannvirkin miklu á Borgar- virki bera henni vitni að hún muni sönn að efninu til. En út af henni, °g tiltæki Barða hefir spunnist ann- ar talsháttur: „Sá kastar út mörsiðr- lnu, sem tekur til sinna síöustu úr- rœöa“. Þótt þessi saga sé til orðin á varga °g vígaöld, og ætti að því leyti að vera fornaldarsaga öllum heimi, eins °g hún er á íslandi, er samt yfir henni einskonar ævintýraljómi. Við bakgrunn hins blóðuga vígaferils sem hún greinir, má sjá í henni glampa sem bera vott um traust 'unáttubönd, hreysti, áræði, dreng- skap og mikið mannvit. Þessir eigin- ^eikar hafa gengið í arf með þjóð- mni öld eftir öld, og bera fagra á- voxtu í skaphöfn og framkomu þeirrar kynslóðar sem nú byggir landið. Félag Húnvetninga í Reykjavík hefir nú ákveðið að beita sér fyrir endurbótum á Borgarvirki. Allmik- ið af hinni fornu hleðslu er nú hrun- ið og skekt. Með aðstoð Þjóðminja- varðar, og að fengnum styrk frá Alþingi, hefir nú verið hafist handa um að koma virkinu aftur í sitt sögu- lega form. Með tækni nútímans og vinnuvélum ætti það ekki að taka langan tíma að leysa af hendi ann- að eins verk og það sem Barði og menn hans unnu á tæpum sjö mán- uðum. En ávalt mun það valda undr- un og aðdáun, hvernig þessir fornu garpar gátu lyft slíkum björgum sem þarna eru og komið þeim 1 hleðslu. En meðvitundin um það að fjör og frelsi var í veði hefir vafa- laust aukið þeim ásmegin. En þess- ir steinar, og þessi klettaborg, mun lengi tala um hreysti forfeðranna, og það hversu lífið — þeirra eigið líf. var þeim dýrmætt. Sagan hér að framan gerðist á hinni fornu landnámsöld Islands, eða skömmu síðar. Borgarvirki tal- ar máli löngu horfinnar kynslóðar, sem var að búa um sig í nýju landi, og var um alt háð takmörkum síns tíma um hugsjónir og siðgæði. En það er góðs viti hverri þjóð, og hverju þjóðarbroti, að leggja rækt við fortíð sína, menningu, mann- virki og mál. Það hafa íslendingar löngum gert. En heimaþjóðin star- blínir ekki lengur á forna frægð, né heldur lifir hún lengur fyrst og fremst í ljóma löngu liðinna afreka. Ný landnámsöld er upp runnin á ís- landi, eins og hver sá, er kynnist landi og þjóð nú, hlýtur að sjá. Þjóð- in er nú fyrst að læra að þekkja landið sitt, orku þess og auðlegð í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.