Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
58
Það er um sólaruppkomu og meira
en helmingur af sólinni er komið
upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sol-
argeislarnir breiðast eins og ótelj-
andi ljósfingur upp eftir himin-
hvolfinu og djúpum roða slær á
sjóinn. Þá sést hvar skip kemur
siglandi frá austri; það hefir skáldið
hugsað sér að flytti Leif Eiríksson
á leið til Vesturheims. Hægra meg-
in sést út í gegnum stórar dyr. Það
er kvöld og heiðskír, stirndur him-
inn; sjöstjarnan sést greinilega. Við
dyrnar situr kona (gyðja) með bók
fyrir framan sig og er að skrifa.
Það er persónugerfi fortíðarinnar
og er hún að ljúka við að skrifa
sögu sína og reikninga. Hinum
megin sést út um aðrar stórar dyr
og þar sést önnur kona (gyðja).
Hún er ung og glæsileg, stendur og
horfir beint fram undan sér ákveð-
in og einarðleg; það er framtíðin.
Það er eins og hún vilji segja:
„Hvernig er nú hér umhorfs? Ég
kvað eiga að taka hér við stjórn og
búsforráðum“. Uppi yfir þessum
hluta myndarinnar og þvert yfir alla
kápuna sjást níu tjöld, öll að nokkru
dregin til hliðar, nema miðtjaldið.
Þetta eru tjöldin fyrir dyrum hinna
níu himna, sem forntrúin getur um.
Neðan undir þessum tjöldum er
bogabrú; endarnir á henni eru báð-
ir huldir á bak við ystu tjöldin.
Brúin er „Bifröst“ (Regnboginn).
Neðan undir „Bifröst“ er bogalína
í rúnaletri; það eru þessi orð: „Ár
vas alda“. Eru það fyrstu orðin í
þriðja erindinu í „Völuspá11. —
Fleira er í þessari skáldmynd, en
þetta nægir til þess að sýna og sann-
færa um það, að hér er um meira
en fallegt „útflúr“ og „pírumpár11
að ræða. Það er stórfengileg hug-
sjón, sem rís upp í huga skáldsins,
og listamaðurinn færir hana í þann
búning að hún birtist einnig öðrum,
þótt þeir sjái hana ekki eins full-
komlega og hann sjálfur.
Þ. Þ. Þorsteinsson var einn þeirra,
sem hér stofnuðu „Hagyrðingafé-
lag“ stuttu eftir aldamótin. Hann
var þá nýlega kominn heiman frá
Islandi; gullfallegur maður og
skemtilegur. Þegar ég sá hann fyrst
datt mér í hug þessi vísuhelmingur
eftir Símon Dalaskáld, þar sem
hann er að lýsa Kjartani Ólafssyni:
„Gullbjart hár um herðarnar
hrökk í bárum niður“.
Á meðan félagið lifði, var Þor-
steinn einn af stoðum þess og stólp-
um.
Ég varð þá sérstaklega hrifinn af
einu kvæði, sem hann las upp á
fundi félagsins, og mér hefir altaf
þótt mikið til þess koma. Kvæðið
heitir „Órar“ og er fyrsta erindið
þannig:
„Mig hefir altaf langað, langað
líða’ á vængjum þangað, þangað,
þar sem best fá angað, angað
unaðsblóm í fögrum reit —
þar sem enginn, enginn veit.
Mig hefir altaf langað, langað
lífið rétt að skilja —
Hulda vill hylja“.
Skáldið hugsar og hugsar; spyr
og spyr en fær ekkert svar. Sálin
svífur leitandi út í og út um ómælis
geiminn; leitar og leitar, en finnur
ekki það, sem hún þráir eða leitar
að. Loksins snýr hún aftur heim til