Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Qupperneq 67
LJÓÐSKÁLDIÐ JAKOB JÓH. SMÁRI, SEXTUGUR
65
haldið sér opinni hér í kulda fá-
mennis og hríðum daglegs strits, sem
hefir í sjálfri sér sitt afmarkaða
hitastig, hvað sem á bjátar“. (Eim-
reiðin, 1920).
Með þessari kvæðabók sinni sýndi
höfundurinn það ótvírætt, að hann
er frábærlega ljóðrænt skáld, gædd-
ur þeim fágæta hæfileika, að geta
klætt í ljóðrænan búning hvort held-
ur eru náttúrulýsingar, ástarjátn-
ingar eða íhuganir um dýpstu rök
og ráðgátur tilverunnar.
Náttúrufegurð mikil er, eins og
kunnugt er, í átthögum Smára í
Dölum vestur, og því eigi að efa,
að þar hafi drjúgum þróast í brjósti
hans sú djúpstæða ást á náttúrunni,
í öllum myndum hennar, sem er
annað megineinkenni ljóða hans.
Honum verða, að vonum, fagrar
æskustöðvarnar efni þýðra ljóða,
eins og kvæðin „Haukadalsvatn“ og
„Dalaóður“ bera órækan vott; en
hið fyrra, sem er sonnetta og bæði
um það ljóðaform og málfar mjög
einkennandi fyrir skáldið, er á þessa
leið:
«Sólskin og stormur ýfa Vatnsins
öldu.
Ógnbjartur morgunljómi á gulum
ströndum.
Skafheiðríkt norðrið blánar bliki
köldu.
Brúnfölvar heiðar lúta að rauðum
söndum.
Fjarlœgar gnípur taka himin
höndum.
Hjarnbreiður leiftra, er næturþokur
földu.
Haustsólin sendir langt úr austur-
löndum.
logandi spjót á blakka kletta-
skjöldu. —
Sólskin og stormur! Ykkur ann ég
mest,
aflið og birtan styrkja sálu mína.
Leiði þið mig, er hinsta sólin sest,
þangað sem eilíf uppheimsljósin
skína.
í sól og stormi vil ég aftur vakna,
en Vatnsins bláa mun ég ætíð
sakna“.
Og til hinna fögru og hugum-
kæru átthaga skáldsins eiga einnig
rætur sínar að rekja sum af allra
fegurstu kvæðunum í bókinni, en
það er „Sonnettusveigur til íslands“,
sannkallaður „dýrðaróður um ís-
lenska náttúru“, og verður eftirfar-
andi ljóðgrein úr þeim listofna
söngvasveig að nægja sem dæmi:
„Ég kyssi mjúkt þá moldu, sem
mig ól
og mínum huga svip og festu gaf.
Á meðan ennþá ómeðvita ég svaf,
mín örlög merkti’ hún sínum
töfrastaf.
Þótt ýmislega auðnu velti hjól,
og oft ég megi þrá mitt fjallaskjól,
ég bið að varpi íslands sumarsól
þeim síðsta geisla á lífs míns bláa
haf. —
Þá vil ég liggja í hlé við grœnan hól
með hrískjarr yfir mér og smáleit
blóm,
við lóusöng og svalra lœkja óm.
Á meðan blómgast lönd og hrærast
höf,
skal altaf hvelfast yfir minni gröf
hið bláa himinfang og síung sól.“
Sonnettuflokkur þessi og aðrar
bestu sonnetturnar í safninu sýndu
það, hve snjall höfundurinn var þá