Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 69
LJÓÐSKÁLDIÐ JAKOB JÓH. SMÁRI, SEXTUGUR
67
Kóparnir móka’ á sólskinsheitum
söndum.
Siljurglit liggur eftir firði mjóum.
Rauðbjörmuð fjöllin stara út frá
ströndum
steinhljóð á blámann yfir fjærstu
sjóum“.
En þrátt fyrir hinn ríka hæfileika
sinn til að lýsa fjölbreytni náttúr-
unnar, tign hennar og svipbrigðum
á mismunandi tíma dags og árstíð-
um, í litauðugum og lífrænum
myndum, er Smári miklu fremur
skáld hins innra en hins ytra. Dul-
speki forn og ný og ýmsar hinar
nýrri sálræktarstefnur hafa stórum
mótað lífsskoðun hans, enda bera
kvæði hans þess ríkan vott; hið dul-
ræna og draumræna eru þar djúpir
og seiðandi undirstraumar; andlegu
hliðinni snúið upp, þó um hlutræn
efni sé að ræða. Sonnettunni „Sól-
skinsdagur“ lýkur t. d. með þessum
ljóðlínum: „Út við sjónhring sól-
skinslöndin bíða, sumarmóðu hjúp-
uð gullnum draumi“.
Margar aðrar fagrar og prýðisvel
ortar sonnettur eru í bókinni, en
„Þingvellir" ber þó af þeim öllum,
enda er það kvæði hreinasta perla;
þar sameinast allir bestu eiginleikar
skáldsins: formfágun, mynda auð-
legð og innsæi:
>,Sólskinið titrar hægt um hamra’
og gjár,
en handan vatnsins sveipast fjöllin
móðu.
Himininn breiðir faðm jafn-fagur-
blár,
sem fyrst, er menn um þessa velli
tróðu.
Ofif hingað mændu eitt sinn allra
þrár,
°tti og von á þessum steinum glóðu;
og þetta berg var eins og ólgusjár, —
þar allir landsins straumar saman
flóðu.
Minning um grimd og göfgi, þrek
og sár,
geymist hér, þar sem heilög, véin
stóðu, —
höfðingjans stolt og tötraþrælsins
tár,
sem tími’ og dauði í sama köstinn
hlóðu.
Nú heyri’ ég minnar þjóðar þúsund
ár
sem þyt í laufi’ á sumarkvöldi
hljóðu“.
Mörg önnur ágæt kvæði eru í um-
ræddri ljóðabók, svo sem „Minning-
ar“ og „Drotning Berglandsins“,
framúrskarandi fagurt kvæði. Gull-
fallegt er einnig kvæðið til Einars
H. Kvaran, þó Smári nái sér jafn-
aðarlega best niðri í geðhrifaljóðum.
Loks eru í safninu vandaðar og lipr-
ar þýðingar á nokkrum erlendum
úrvalskvæðum, t. d. „Dexippos"
eftir V. Rydberg og „Ef“ eftir R.
Kipling.
Þriðja og fram að þessum tíma
seinasta kvæðabók Smára, Undir sól
að sjá (1939), sem kom út á fimm-
tugsafmæli hans, bar því enn nýjan
vott, hve kvæði hans eru í heild
sinni framúrskarandi ljóðræn, og
sýndi það jafnframt, að í þeim gæt-
ir hreint ekki lítillar fjölbreytni,
eins og Sveinn Sigurðsson ritstjóri
lagði réttilega áherslu á í dómi sín-
um um bókina: „Flest fyrirbrigði
daglegs lífs verða honum yrkisefni.
Hann kveður um sólina og vorið,
sumarið og fölva haustsins, vetur-
inn og válynd veður myrkra skamm-
degisnótta, og hann kveður um un-
að bjartra morgna og dulræna feg-