Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 70
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
urð tunglskinsbjartra nátta, þegar
„máninn breiðir blæju drauma yfir
nakið land“. Og hann kveður um
ótar margt fleira, sem hrærist í um-
hverfi hans og eigin sál“. (Eimreið-
in, 1939). Ljóð hans eru, með öðrum
orðum, eins og jafnan er um ljóð-
rænan skáldskap, mjög persónuleg.
Og kvæðin í þessari síðustu bók
hans eiga einnig löngum sameigin-
legan þann seiðandi undirtón trega
og þrár, sem er eitt af helstu ein-
kennum hans sem skálds. Sú djúpa
kend hjarta hans finnur sér fram-
rás í listrænum og áhrifamiklum
búning í kvæðinu „Gömul minn-
ing“:
„Þú varst sem blóm í vorsins aldin-
garði,
er vex í leynd við troðin götustig,
og augnaráð þitt auðmjúkt, þögult
starði,
þótt aðrar jurtir litu stórt á sig.
En blómskrúð þitt er jölnað, fyr en
varði,
og fátt er nú, sem minnir enn á þig,
því yfir dundi helsins vetur harði, —
en horfin angan bylgjast kringum
mig.
Sá horfni ilmur vekur aftur vor,
en varlega má stíga’ i gengin spor,
þótt minning sé oft eina eign hins
snauða.
Lífinu hœfir litur blóðsins rauða:
þú lifðir og þú dóst með hljóðlátt
þor, —
og sum blóm anga indælast í dauða“.
Hér eru mörg önnur kvæði með
sama blæ, svo sem „Gras“, gott
dæmi þess, hvernig skáldið finnur
viðfangsefni sæmandi ljóðrænni
listgáfu sinni í hinu hversdagsleg-
asta, grasinu, sem grær við götu
hans. Eitthvert fegursta og ljóðræn-
asta kvæðið í safninu er „Násíka“,
efnið sótt í Odysseifskviðu, eins og
nafnið bendir til. „Bálför Haka kon-
ungs“ er einnig hreimmikið kvæði,
með undiröldu þeirrar íhygli, sem
skáldinu er svo samgróin.
Lífsskoðunin í kvæðum Jakobs
Jóh. Smára er heilskygn og bæt-
andi; yfir þeim er heiður blær bjart-
sýni og bjargfastrar trúar á máttar-
völd hins góða í alheiminum, djúp-
stæð meðvitund um eining alls lífs,
„guð í hverri duftsins ögn“. Og í
síðustu bók hans er það lífshorf
hans eigi síður ljósu letri skráð en
í fyrri kvæðum hans, t. d. í sonnett-
unni „Líf“, sem endar á þessum
ljóðlínum:
„Tilvistar-undrið andann lotning
fyllir:
Eilífðar-sœinn bak við tímann '
hillir“.
Skyldleiki skáldsins við nýróman-
tísku skáldin og symbolistana er
eigi langt að leita; annars hefir
hann, eins og þegar er að nokkru
gefið í skyn, orðið fyrir áhrifum úr
mörgum áttum, og hefir hann sjálf-
ur lýst því á þessa leið í bréfi til
greinarhöfundar:
„Mest hafa mótað mig jafnaðar-
stefnan og sálarrannsóknirnar á-
samt dulspeki allra alda og ýmsum
nýrri sálræktarstefnum, t. d. „New
Thought“. Af einstökum höfundum,
sem hafa haft mikil áhrif á mig,
má, fyrir utan forn-grískar og forn-
íslenskar bókmenntir, nefna Jónas
Hallgrímsson, Bjarna Thorarensen,
Einar Benediktsson, o. fl. íslensk
skáld, Turgenjev, Ibsen, F. W. H.
Myers, Swinburne, Josep Conrad o.
fl. ensk skáld, Goethe, þýsku heim-