Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 70
68 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA urð tunglskinsbjartra nátta, þegar „máninn breiðir blæju drauma yfir nakið land“. Og hann kveður um ótar margt fleira, sem hrærist í um- hverfi hans og eigin sál“. (Eimreið- in, 1939). Ljóð hans eru, með öðrum orðum, eins og jafnan er um ljóð- rænan skáldskap, mjög persónuleg. Og kvæðin í þessari síðustu bók hans eiga einnig löngum sameigin- legan þann seiðandi undirtón trega og þrár, sem er eitt af helstu ein- kennum hans sem skálds. Sú djúpa kend hjarta hans finnur sér fram- rás í listrænum og áhrifamiklum búning í kvæðinu „Gömul minn- ing“: „Þú varst sem blóm í vorsins aldin- garði, er vex í leynd við troðin götustig, og augnaráð þitt auðmjúkt, þögult starði, þótt aðrar jurtir litu stórt á sig. En blómskrúð þitt er jölnað, fyr en varði, og fátt er nú, sem minnir enn á þig, því yfir dundi helsins vetur harði, — en horfin angan bylgjast kringum mig. Sá horfni ilmur vekur aftur vor, en varlega má stíga’ i gengin spor, þótt minning sé oft eina eign hins snauða. Lífinu hœfir litur blóðsins rauða: þú lifðir og þú dóst með hljóðlátt þor, — og sum blóm anga indælast í dauða“. Hér eru mörg önnur kvæði með sama blæ, svo sem „Gras“, gott dæmi þess, hvernig skáldið finnur viðfangsefni sæmandi ljóðrænni listgáfu sinni í hinu hversdagsleg- asta, grasinu, sem grær við götu hans. Eitthvert fegursta og ljóðræn- asta kvæðið í safninu er „Násíka“, efnið sótt í Odysseifskviðu, eins og nafnið bendir til. „Bálför Haka kon- ungs“ er einnig hreimmikið kvæði, með undiröldu þeirrar íhygli, sem skáldinu er svo samgróin. Lífsskoðunin í kvæðum Jakobs Jóh. Smára er heilskygn og bæt- andi; yfir þeim er heiður blær bjart- sýni og bjargfastrar trúar á máttar- völd hins góða í alheiminum, djúp- stæð meðvitund um eining alls lífs, „guð í hverri duftsins ögn“. Og í síðustu bók hans er það lífshorf hans eigi síður ljósu letri skráð en í fyrri kvæðum hans, t. d. í sonnett- unni „Líf“, sem endar á þessum ljóðlínum: „Tilvistar-undrið andann lotning fyllir: Eilífðar-sœinn bak við tímann ' hillir“. Skyldleiki skáldsins við nýróman- tísku skáldin og symbolistana er eigi langt að leita; annars hefir hann, eins og þegar er að nokkru gefið í skyn, orðið fyrir áhrifum úr mörgum áttum, og hefir hann sjálf- ur lýst því á þessa leið í bréfi til greinarhöfundar: „Mest hafa mótað mig jafnaðar- stefnan og sálarrannsóknirnar á- samt dulspeki allra alda og ýmsum nýrri sálræktarstefnum, t. d. „New Thought“. Af einstökum höfundum, sem hafa haft mikil áhrif á mig, má, fyrir utan forn-grískar og forn- íslenskar bókmenntir, nefna Jónas Hallgrímsson, Bjarna Thorarensen, Einar Benediktsson, o. fl. íslensk skáld, Turgenjev, Ibsen, F. W. H. Myers, Swinburne, Josep Conrad o. fl. ensk skáld, Goethe, þýsku heim-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.