Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 71
LJÓÐSKÁLDIÐ JAKOB JÓH. SMÁRI, SEXTUGUR
69
spekingana dr. Carl du Prel og
danska sálræktarmanninn dr. Ernst
Möller, d. 1916 (einkum bók hans
um „Indrestyre“, 1914). Annars hefi
ég alla daga haft áhuga á ýmsum
efnum fyrir utan það, er ég taldi
áðan, svo sem málfræði, mannfræði,
sagnfræði o. fl.“
Og kvæði Smára bera því einnig
órækan vott, að lifandi vatn úr
mörgum áttum hefir frjóvgað hug-
arlönd hans. Vissulega er hann eigi
eins þróttmikið og stórbrotið skáld
eins og sumir íslenskir samtíðar-
menn hans; í þeim efnum er t. d.
mikið djúp staðfest milli hans og
Jakobs Thorarensen. En kvæði
Smára eru í heild sinni óvenjulega
listræn og aðlaðandi; enginn fær
þess dulist, að þar er sann-ljóðrænt
&káld að verki, skáld, sem fágar
bæði málfar sitt og ljóðaform; skáld,
sem er gætt fágætu innsæi og víð-
feðmri samúð með öllu, sem lifir,
finnur návist guðdómsins í smæsta
blómi og ber í brjósti órofatrú á
lokasigur hinna góðu afla í tilver-
unni. I látleysi kvæða Smára leynist
þessvegna ósjaldan meiri dýpt en
virðast kann við fyrstu sýn. Það var
einmitt þetta, sem Jón skáld Magn-
ússon hafði í huga, er hann fór eftir-
farandi orðum um síðustu kvæða-
bók Smára: „Honum hefir oftast
verið fyrir það hrósað, að ljóð hans
væru fáguð og formfögur, en hinu
má bæta við, að þau eru ekki jafn
auðlesin og þau eru yfirlætislaus“
(Skírnir, 1940). Eitt er víst, að hann
hefir ort sum ljóðrænustu kvæðin í
íslenskum nútíðarskáldskap.
Hugðarefnum Jakobs Jóh. Smára
og ljóðlist verður eigi í fáum orðum
betur lýst heldur en í þessum erind-
um úr kvæði hans um Jóhannes list-
málara Kjarval:
,.Þú horfir langt inn í huliðs-lönd,
þann heirn, þar sem sálirnar húa.
Þú skygndist á hak við skuggans
rönd,
sem skýlir grátandi, naktri önd,
og efnisins höfugu hraustu hönd
sem boðberi þeirra, er trúa.
Því list þín er draumur um dúlinn
geim,
um dögun á eftir kveldi.
Þú lœtur œ óma þann lita-hreim,
sem laðar og dregur frá veraldar
sveim
og kallar á sálirnar hljóðar heim
í heilagrar dýrðar veldi“.