Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Qupperneq 76
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
in rök að styðjast. Guðrún frænka
hans tók sér ekki fyrir hendur, að
safna kvæðum Hallgríms, þegar hún
var á íslandi 1927, né heldur af-
henti séra Sigurður Gunnarsson
henni nokkuð af verkum hans. Fyr-
ir þessu hefi ég gjört frekari grein
í bréfi til Þorsteins M. Jónssonar,
annars ritstjóra þessara bóka.
Ekki er það ætlun mín að telja
upp eða rekja alt, sem í þessum bók-
um stendur, enda hafa aðrir skrifað
um þær áður. 1 þess stað ætla ég
að hinkra ögn við í heiðinni, því hún
stendur mér næst • hjarta. 1 henni
stóð vagga mín og þar sleit ég barns-
skónum. Mig langar því til að sitja
og rabba við Dóra um stund um
þann hluta heiðarinnar, sem ég
þekti best. Ekkert, sem ég kann að
segja, má skoðast sem aðfinslur, til
þess þykir mér of vænt um þetta
verk hans. Það verður meira líkt
endurminningum, sem rifjast upp,
og ef til vill viðbætur.
Auðséð er að höf. hefir ferðast um
heiðina. Hálsar, dalir og fell, móar
og flóar, stöðuvötn, ár og lækir birt-
ast ljóslifandi. T. d. er upptökum
Gestreiðarstaðakvíslar lýst svo
grandgæfilega, að Ranalækinn ein-
an vantar, og gæti það þó verið
sama kvíslin, sem hann segir að
falli vestur í milli Langahryggs og
Háreksstaðahálss. Háreksstaðakvísl-
in var fyrir eina tíð nærri eins vatns-
mikil og hin, en svo þurkuðu land-
brot og sandfok upp að mestu sum-
ar af uppsprettum hennar. Lækirn-
ir, sem klufust um Hlíðarendann,
minkuðu um helming, og kvíslarn-
ar um Þrívörðuhálsinn og Skolla-
grenisásinn hurfu í sandinn, nema
í vorleysingum. Jöfnu vatnsmagni
héldu Háfslækurinn, sem kom úr
Háfsvatni eða Skjaldklofavatni og
flóunum þar í kring, Fagrahvamma-
lækur, spöl norðan við Lindarsel,
sem kom úr vesturflóunum sunnan
við Hálsinn, Skipalækur úr Skipa-
tjörn og Efriflóum í austur frá Há-
reksstöðum, ennfremur Myllulæk-
urinn. Mikið af afrensli flóanna á-
samt lækjunum úr Stórhólmavatni
og Langavatni (Hólmavatni) féll til
Sauðár, út Sauðárdal og til Hofsár
norðan við Bruna. í milli Langa-
vatns og Geldingavatns er örmjór
melhryggur, en afrensli Geldinga-
vatns er til Tunguár og þaðan í
Hofsá. Skjaldklofavatn var eina
vatnið í Háreksstaðalandi, sem eng-
in veiði var í, og mun það hafa staf-
að af því, að í kvíslinni, austur frá
Lindarseli, er lágur foss, sem fell-
ur í milli kletta, og stöðvar alla sil-
ungsgöngu. All-ólíkt fiskakyn var í
hverju vatni, að útliti og bragði, og
var þó afrensli þeirra til sömu
straumvatna. í Stórhólmavatni er
hinn fagri hólmi, er arfsögnin lætur
Skjöldólf landnámsmann vera
heygðan (sjá bls. 42 í seinna bind-
inu). Jón, næstelsti bróðir minn,
byrjaði að grafa í hauginn, sem er
í lögun eins og bátur á hvolfi, en
það var of snemma sumars, og kom
hann því brátt í klaka. Skömmu
síðar dó hann og fólk okkar flutti
burt.
Á bls. 259 segir, að austan í Urð-
arhlíð, sem gengur suður úr Sæ-
nautafelli, sé hið eina klettabelti,
sem sýnilegt sé í Heiðinni. í Há-
reksstaðalandi eru sýnilegir klettar
á nokkrum stöðum. Dritfellið er hátt
klettabelti á báðar hliðar, og nakin
klöpp að ofan. Þar verpa hrafnar
á vorin, og sást dritur þeirra greini-
lega á bergsnösunum. Fram úr