Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 78
76
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Jón Benjamínsson er eini bónd-
inn, er byrjaði og endaði búskap í
heiðinni. Hann bjó þar líka lengur
en nokkur annar, eða alls í 42 ár
eða lengur. Fyrsta ábúð hans var á
Hlíðarenda, og þar fæðist fyrsti
sonur hans, Benjamín, 1862. Þá flyt-
ur hann að Veturhúsum, því þar er
Jón næsti sonur hans borinn, 1864.
Það hlýtur að hafa verið áður en
Eiríkur Einarsson kom þangað, sem
sagan þó segir að hafi verið þar
næst á eftir Páli Vigfússyni. — Ei-
ríki man ég vel eftir, þegar hann síð-
ar bjó á Mel og Gestreiðarstöðum.
Hann var tóuveiðari mikill og hrein-
dýraskytta, og hafði yndi af að tala
um veiðar. Hann var sagður ólæs
og dró ekki til stafs, en svo var
hann góður í hugarreikningi (Bola-
reikningi), að hann var á undan
okkur strákunum með steintöfluna
og stýlinn, þótt um háar upphæðir
væri að ræða. Hann og Katrín kona
hans fluttu með Páli tengdasyni
þeirra að Gestreiðarstöðum, og þar
dó hann. — Að Fögrukinn flytur
Jón 1865, því veturinn 1866 fæðist
þar þriðji sonurinn, ísak, byggingar-
meistari, er dó í haust í Seattle,
Wash. í húsmensku með þeim hjón-
um, Jóni og Guðrúnu, er þar þá
Grímur Magnússon, sá er áður hafði
búið þar og á Mel. Hann var þá
ekkjumaður með 11 eða 12 ára syni,
bráðgáfuðum, er Guðmundur hét.
Grímur var vanstiltur og harður við
drenginn, en strákur flúði þá á náð-
ir þeirra hjónanna og orti níðvísur
um föður sinn, kann ég enn hálfa
aðra vísu úr þeim brag. Guðmund-
ur lenti síðar til Vesturheims og
gekk undir nafninu G. A. Dalman.
Hann átti lengi heima í Minneota,
Minn. og dó þar innan við sjötugt
fyrir allmörgum árum. Hann var
vel metinn og skemtilegur maður,
—- skrifaði stundum jólasögur í stíl
H. C. Andersens fyrir Heimskringlu
í tíð Baldvins Baldvinssonar. — Jón
ól upp 9 börn til fullorðins ára í
Heiðinni, og dó hér vestra 86 ára,
á vegum sona sinna. — Auðvelt er
að misskilja það, sem stendur á bls.
218. Þar er sagt, að Benjamín Jóns-
son hafi ílutt frá Gestreiðarstöðum
eftir tvö ár (1896) og þá eitt ár á
Sænautaseli, o. s. frv. En hann fór
frá Gestreiðarstöðum að Víðihóli á
Fjöllum og var þar fram yfir alda-
mót, áður en hann færi í Sænauta-
sel. —
Prentvilla gæti það verið, að kona
Sigfúsar á Mel er nefnd Valborg.
Hún hét Vilborg, ættuð úr Borgar-
firði eystra, og er Vilborgarnafnið
við lýði í ættinni bæði heima og
hér vestra. Sama er að segja um, að
Lindarsel sé í Arnórsstaðaheiðinni
(Bls. 195), en er, eins og annars-
staðar er tekið fram, í Skjöldólfs-
staðaheiðinni. í almennu máli var
altaf sagt Lindarsel, en ekki Linda-
sel — þar var aðeins ein kalda-
vermslislind, sem sjálfsagt var
vatnsból bæjarins. Annað örnefni er
Súlendur. Mér skildist í æsku, að
rita ætti Súglendur, af því að kalt
þótti þar og vindasamt.
Þegar farið er yfir kaflann „Sögur
og sagnir“, rekst maður fljótt á, að
ekki er drauga og hindurvitnatrú-
in enn dauð á föðurlandinu. Bera
því reyndar vitni öll þau ógrynni
af þjóðsögum, sem enn eru skrifaðar
og prentaðar. Ég var stálpaður þeg-
ar Pétur Þorgrímsson varð úti. Hann
var veðurteptur nærri í viku, og
héldu honum engin bönd fyrsta upP'
rofsdaginn. Hann hafði lítið eða ekk-