Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Qupperneq 81
Ný vestur-íslensk kvæðabók
Skömmu eftir síðustu aldamót
voru til húsa með okkur hjónunum
hér í Winnipeg þrír bræður, sem síð-
ar urðu þjóðkunnir menn. Það voru
þeir Jónas organisti Pálsson og hálf-
bræður hans Páll og Kristján Skarp-
héðinssynir. Móðir þeirra hafði ver-
ið tvígift, og var orðin ekkja í ann-
að sinn nokkru áður en hún fluttist
vestur hingað. Það varð víst að sam-
komulagi, þegar hingað kom, að öll
fjölskyldan gengi undir sama nafni.
Og var föðurnafn Jónasar og eldri
systkina hans þá kjörið til ættar-
ftafns. Jónas var elstur þessara
þriggja, en Kristján að mun yngstur.
Þetta var á þeim árum, þegar allir
voru ungir og lífsglaðir, þegar æsku-
ahuginn og framtíðarvonirnar flugu
höfði hærra en strit dagsins og
þröng í búi. Allir voru þeir bræður
iistrænir og ljóðhagir, og var þá oft
glatt á hjalla — hljóðfæri slegin,
söngvar sungnir og í hendingum
iátið fjúka; enda var fleirum þar á
skipa, þegar svo bar undir. Má
því nærri geta, að erfitt hefði verið
að feðra rétt allar þær stökur og
kviðlinga, sem þá urðu til. Alt var
þsð samt í græskulausu gamni gert,
°g engu haldið á lofti. Kristján átti
Slnn þátt í þessum gamanleik, en
ekki var vitanlegt, að hann hefði
n°kkuð ort fyrir þann tíma; enda
^ar hann þá innan tvítugs aldurs.
n mjög kom þá strax í ljós hin
^einhæga kýmnisgáfa hans og
gletni. Aftur á móti höfðu bræður
ans hinir látið frá sér fara nokkur
kvæði. Jónas lagði samt ljóðagjörð-
ina á hilluna um langa hríð, eftir
að hann helgaði hljómlistinni alla
krafta sína og flma. En eftir Pál
hafa komið út tvær kvæðabækur
síðan.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Á næstu árum kvæntust bræðurnir
allir, og Kristján hvarf mér sjónar
um hríð.
Rúmum tuttugu mílum norðar en
Winnipeg hvílir dálítið þorp á Rauð-
árbökkunum. Þegar maður fór þar
um fyr á tíð, datt manni í hug töfra-
borgin í Þúsund og einni nótt, þar
sem allir sváfu eða voru orðnir að
fiskum, sem ekki vöknuðu eða
kendu sín fyr en þeir voru lagðir á
steikarapönnuna. Aðal atvinnuveg-