Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 82
80 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA irnir voru líka bundnir við fisk. Þangað sigldu bátarnir norðan af Winnipegvatni áður en járnbrautin var lögð lengra norður, og þangað runnu sleðarnir að vetrinum. Þar voru líka frystihúsin, sem margir landar unnu við. Þetta var þorpið Selkirk. Og manni varð, svona við fyrstu sýn, ósjálfrátt að spyrja með guðspjallamanninum: Getur nokkuð gott komið frá Nazaret? En Selkirk á sér markverða sögu, þótt ekki verði hún skráð hér. Þar var löngu fyrir aldamót komin fjöl- menn íslensk bygð með kirkjulegri starfsemi og öðrum félagssamtök- um. Og þegar Þjóðræknisfélagið var stofnað, reis þar upp fjölmenn deild, sem enn er starfandi. Þaðan barst heim til íslands í fyrstu þekkingin um frystihús og hagnýting þeirra. Þar var jafnvel gjörð tilraun til út- gáfu íslensks vikublaðs, og þar var stofnað fyrsta og eina íslenska kven- réttindaritið vestan hafs. Þar hafa ýmist alist upp eða dvalið langvist- um merkir prestar, læknar, lög- fræðingar og háskólakennarar, og að minsta kosti fjögur af okkar merkari skáldum. Þeirra yngstur var Kristján S. Pálsson. Kristján Skarphéðinsson Pálsson var fæddur á Signýarstöðum í Hálsa- sveit í Borgarfjarðarsýslu 5. sept. 1886. Foreldrar hans voru hjónin Skarphéðinn ísleifsson Einarssonar og Sigurbjörg Helgadóttir Jóhannes- sonar. Móðir Skarphéðins hét Sess- elja Sigmundsdóttir, en móðir Sig- urbjargar Sesselja Björnsdóttir. Lá kynstofn þeirra beggja þar á Suð- vesturlandinu. Bæði voru þau for- eldrar Kristjáns, ágætum hæfileik- um gædd, og faðirinn einkum bók- hneigður og listrænn. En hann var snemma heilsuveill og dó um aldur fram, aðeins 37 ára. Það var sumarið 1894, og var Kristján þá á áttunda árinu. Ellefu ára fluttist hann svo með móður sinni vestur um haf. Þau settust að í Winnipeg, og varð víst skólaganga hans fremur endaslepp, því strax hlaut hann að fara að vinna fyrir sér, eftir bestu getu. En hann var snemma fróðleiksfús og bætti upp kensluskortinn með lestri góðra bóka, íslenskra sem enskra. Mun hugur hans helst hafa hallast að skáldritum og ljóðabókum. Rúmlega tvítugur flutti Kristján alfarinn til Selkirk, og tuttugu og tveggja ára kvæntist hann heitmey sinni Ingibjörgu. Foreldrar hennar voru þau Klemens Jónasson, merkur fræðikarl og einn af frumbyggjum Selkirk íslendinga, og kona hans Ósk Ingibjörg. Þau lifðu bæði tii hárrar elli, og dó Klemens aðeins fáum mánuðum á undan Kristjáni. Þau Kristján og Ingibjörg lifðu sam- an í ástríku hjónabandi í nærri fjörutíu ár og eignuðust sex börn; fimm af þeim, fjórar stúlkur og einn drengur, komust til fullorðins ára, og eru öll vel að sér gjör. Hann vann lengstrar ævi við járnbræðslu verksmiðjurnar í Selkirk, og þar varð hann bráðkvaddur 11. febrúar 1947, rúmlega sextugur. Snemma mun Kristján hafa farið að setja saman vísur. En hann fór lengi dult með það, og sjálfur segist hann hafa „Öll sín æskuljóð eldsins glæðum falið“. Hann var í uppvexti, þegar mestur ljómi stóð af kvæðum Þorsteins Erlingssonar, og mótaðist stíll hans mjög eftir Þorsteini, eink- um á náttúruljóðum og jafnvel a
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.