Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 83

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 83
81 NÝ VESTUR-ÍSLENSK KVÆÐABÓK sumum þeim hnífilyrtari. Það var heldur ekki að ólíkindum, því hann hafði bæði næman fegurðarsmekk og þýða og viðkvæma lund, samfara glöggu auga fyrir því, sem hlálegt var og afkáralegt. Það var þó ekki fyr en fyrri heimsstyrjöldin hafði brotist út og þriðja íslenska viku- blaðið hafði hlaupið af stokkunum hér, að vísur og kvæði fóru að birt- ast frá honum í blöðunum á víxl. Þá voru miklar viðsjár með mönn- um útaf stríðsrekstrinum og her- skyldulögunum. Þá urðu og deilur um svipað leyti um safnaða og kirkjueigna mál, og gjörði hann meinlítið, en þó nokkuð persónulegt skop að þessu öllu, því hann lét sér ekki blöskra að nefna rétt eða stytt nöfn aðilja. Jafnvel bræður hans sluppu ekki á stundum, og fór þó ávalt vel á með þeim. En þrátt fyrir þetta þótti ekki hlýða, að sleppa öll- um þeim kvæðum fyrir það, því þau marka ákveðin spor í þroskaferli höfundarins. Kvæðin voru merkt dularnöfnum, svo sem „XXX“, „Vestarlega úr Selkirk“, „Þorsteinn Skelkur11, „Skinnaþór“ o. fl., og var stundum skamt stórra högga á milli. Sum kvæðin í þessum flokki hafa aldrei verið prentuð áður. Og er lík- lega ekki heppilegt að fara frekar út í skýringar á þeim, þar sem þau ^iggja of nærri atburðunum og þeim, er hlut áttu að máli. Eftir að þessum þætti í ævi Krist- jáns lýkur, fara að birtast hvað af hverju í blöðunum alvarleg kvæði °g lýrísk ljóð, hvert öðru þýðara °g formfegurra, og þá með réttu nafni höfundarins. Mun hann, eftir því sem árin fjölguðu og alvara lífs- ins þrýstist fastar inn í sál hans, hafa fundið þar hugsunum sínum framrás í dýpri og breiðari farvegi. Samt stinga gamankviðlingarnir aft- ur upp höfði í kvæðabálki þeim, er hann orti með gerfinafninu „Tude- sen“, Jónasi bróður sínum til gam- ans og afþreyingar, seinustu árin, sem þeir báðir lifðu, eftir að Jónas hafði orðið að láta af kenslustörfum sakir vanheilsu. Sama er að segja um ensku kvæðin, sem prentuð eru aftast í bókinni; þau voru flest ort einni dóttur hans til dægrastytting- ar, meðan hún lá veik á sjúkrahúsi, og eru því prentuð í minningu þess, fremur en vegna bókmentalegs gild- is þeirra. Auk þess, sem þegar hefir verið getið og ég hefi mestmegnis skrifað upp úr blöðunum hér, afhenti Ingi- björg, ekkja skáldsins, mér fult eins mikið eða meira af snjáðum hand- ritum, sem aldrei höfðu verið hrein- skrifuð, hvað þá prentuð. Þá var og aragrúi af lausum vísum á gulum blaðsneplum, sem auðsjáanlega höfðu verið hripaðir til minnis við vinnuna, og svo stungið ofan í hand- raða og gleymt. Flestar af þeim vís- um, er ég taldi prenthæfar, ílokkaði ég undir fyrirsögnina „Úr ýmsum áttum“. Fáeinum kvæðum, sem dá- lítill vafi lék á um faðerni, var slept. Og eitt stærsta gaman og alvöru- kvæðið — lýsing á kornmarkaðin- um í Winnipeg — hafði glatast að svo miklu leyti, að ekki þótti til- tækilegt að prenta brotin, sem eftir voru. Var það skopleg lýsing á hegð- un og látbragði manna á gólfi kaup- hallarinnar, en jafnframt bitur á- deila á samviskuleysið og fjárdrátt- inn þar. Nokkur andleg ljóð eru og í bókinni, sem benda ljóslega til þess, að höfundurinn var trúhneigð- ur, enda þótt hann ósjaldan gerði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.