Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 88

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 88
86 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kornu einnig fram, séi-a Eiríkur Brynjólfs- son og forseti félagsins. Ég vildi nota þetta tækifæri til a8 þakka kennurunum fyrir starf þeirra. Þa8 er stundum erfitt og ábyrgðarmikiö. En það er engu að síður þýðingarmikið. Einn kennaranna sagði einu sinni að það væri starf sem borgaði sig, þó að ekki nema eitt einasta barn sækti skólann. Og svo getur vel verið. pað er aldrei fjöldinn einn sem þýðingu hefir, heldur árangurinn af fræðslu einstaklinga, hvort sem eru margir eða fáir. Agnes Sigurðsson námsjóður Eins og menn vita, er ekkert að út- skýra í sambandi við námsjóð Agnesar Sigurðson nú, en að tilkynna að öll vinn- an við að safna I sjóðinn og styðja ung- frúna f námi hennar hefir borið mikinn og góðan árangur. Hún kom hér fram f haust sem leið f Winnipeg og hlaut hinn ágætasta dóm frá öllum blöðum bæjar- ins, það var fyrsti sigurinn, að maður telji ekki hina miklu sigurför hennar til Islands s.l. vor. En þar næst kom hún fram í Town Hall í New York, 19. janúar og hjá þeim mönnum, sem dæma allra manna harðast og óvægast, í New York. sem vanir eru jafnvel að leggja dóm á heimsfræga listamenn, hlaut hún ágæta viðurkenningu, betri en hún átti sjálf von á, og sem bendir til þess, að framtíð hennar sem listakonu hefir nú fulla ti-ygg- ingu. Þjóðræknisfélagið má vera stolt af þes3ari ungu konu að fullkomna sig á því listasviði, sem liún valdi sér. Það nýtur einhvers af heiðrinum og frægðinni, sem hún hlýtur, er tfmar lfða. Nú er þessi sjóður, þessi fjársöfnun á enda. En nú væri líka tíminn til þess að skygnast um og komast að því, hvort að ekki séu aðrir ungir listhneigðir Islend- ingar, sem hjálpar þurfa og verðskulda, sem vér gætum stutt að einhverju leyti. Vér gætum reynt að komast að því hvern- ig og á hvaða hátt hjálp gæti veist þeim og með hverjum kjörum. Minjasafn Minjasafnið stendur þar sem það stóð fyrir ári síðan. Til eru nokkrir munir, sem sendir hafa verið þjóðræknisfélag- inu til varðveitingar og geymslu, sam- kvæmt listanum, sem ég mintist f fyrra í 21. árgangi Tímaritsins, bls. 103. En auk þeirra hefir þjóðræknisfélagið eignast nokkra dýrmæta gripi, eins og t. d. kerta- stjakann, sem hér var til sýnis f fyrra, skjöl þau er voru send félaginu frá stjórn Islands, og Þjóðræknisfélagi Islands á Islandi á 25 ára afmæli félagsins, mjög merkileg skjöl undirskrifuð af stjórnar- mönnum Islands, og stjórnarnefnd félags- ins, hvort um sig. Einnig eru aðrir munir, sem félagið hefir eignast á ýmsan hátt, sem of verðmætir eru til þess að þeir liggi hér og þar á meðal nefndarmanna eða upp á hyllu þar sem þeir safna ryki en enginn fær að sjá eða skoða. Þetta er mál, sem verður fyr eða síðar að greiða fram úr. En, enn sem komið er hafa engin ráð sem fylgjandi eru komið fram í sambandi við minjasafnið. lláskólamállð Með aðstoð og hjálp og hvíldarlausri vinnu ágætra manna er þessu máli nú komið á það stig að stofnun kenslustóls í íslensku máii og íslenskum fræðum hefir fulla tryggingu. Markmiðið sem sett var, að safna hundrað þúsundum dollara fyrir 12 janúar, 1949, var náð fyrir síð- ustu áramót, og nú er eftir að ná næsta markinu, 200.000 dollara, eða næst því sem hægt er, og að stofna kenslustólinn fyrir 17. júní 1952. HáskóiaráðiS hefir nú tekið á móti þeim peningum, sem safn- ast hafa, um $115.000 dollara, og önnur $20.000 I föstum loforðum. Mest af þessu hefir safnast í þúsund dollara upphæðum og meira frá hverjum. pað var gert aðal- iega til þess að vissa yrði fyrir því að ná upphæöinni. En nú verður leitað til al- mennings, til að ná þeirri upphæð, sem þörf er á, til þess að hún getl leitt af sér nóg til að starfrækja kennslustólinn. Þetta er fjðrðungsaldar draumur Þjóð- ræknisfélagsins að rætast, og er það góðs viti fyrir framtíðina. íslendingar hafa haft eitthvað líkt þessu í huga frá næstum þvi fyrstu tíS. Það á vel við, að vér getum haldið upp á 30 ára afmælishátíð Þjóð- ræknisfélagsins með því að auglýsa sam- þykt háskólans um að hann hafi tekið fyrsta sporið I að ganga inn á samninga um að stofnsetja þennan fyrnefnda kenslustól. Að mínum dómi, eins og ég mintist fyrir ári síöan, getur þessi stofn- un kennslustóls I íslensku og íslenskum fræðum orðið eitt af hinum ágætustu minningarmerkjum vor Islendinga hér í Vesturheimi, og tákn þess, að þó að við séum tiltölulega lítið þjóðarbrot af lítilli þjóð, þá höfum vér metið mál vort og menningu nóg til þess að vilja taka það oss á herðar að stofna kennaraembætti í háskólanum, sem varir á meðan að sú
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.