Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 94
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
9. Fjáripál.
10. FræSslumál.
11. Samvinnumál.
12. Byggingamál.
13. Útgáfumál.
14. Minjasafnsmál.
15. Skýrsla formanns háskólastóls-
nefndar.
16. Kosning embættismanna.
17. Ný mál.
18. ólokin störf og þingslit.
Á þjóSræknisþingi í Winnipeg 21, feb. 1949
Richard Beck
Ingibjörg Jónsson
Kristín Johnson.
Fundi frestaS ki. 1.30 e. h.
Annar fundur settur kl. 1.30 e. h. Fund-
argjörö fyrsta þingfundarins lesin og sam-
þykkt. Skýrsla deildarinnar Island fyrir
áriS 1948 þá lesin.
Ársskýrsla deildarinnar „ísland“
Morden, Man.
Deildin „ísland hafói fjóra (4) almenna
fundi á áriu 1948. Þessir fundir voru vel
sóttir. MeSlimataia hélst óbreytt aS mestu,
nefnilega 24 fullgildir meðlimir ÞjóS-
ræknisfélagsins, og einnig tilheyra svo að
segja allir íslendingar I bygSinni heima-
deiidinni.
ViÖ áttum því láni aö fagna aÖ Mrs.
HólmfríÖur Danielson heimsótti okkur
þann 11 júnf síöastliðinn. Ræða Mrs. Dani-
elsonar var áhrifamikil og ágæt þjóðrækn-
ishvöt, og erum við henni hjartanlega
þakklát fyrir hennar mikla starf og áhuga
fyrir okkar þjóðræknismálum.
Við fengum góða gesti frá Mountain
N. D., er þeir séra Egill Fáfnis, Mr. Guð-
mundur Jónasson og Mr. Hjörtur Hjaltalin
heimsóttu okkur og slcemmtu á fundi
þann 19. nóvember síðastliðinn, með ræðu-
höldum. Auk þess flutti Mr. Jónasson
frumsamin kvæði og séra Egill söng
marga einsöngva af sniid og okkur til
ósegjanlegrar gleði. — Við erum þeim
mjög þakklát, fyrir komuna og vinsemd-
ina. Þetta er ekki I fyrsta skipti, heldur
það þriðja, sem meðlimir deildarinnar
„Báran" hafa heimsótt okkur, skemmt og
uppörfað á liðnum árum, og er það að-
dáanlegt og vinsamlegt.
Frú Guðrún og séra Eiríkur Brynjólfs-
son heimsóttu okkur 14. júní og messaði
séra Eiríkur þann dag, (mánudag), Eftir
messu var öllum viðstöddum veitt kaffi.
Þar næst bauð séra Eiríkur okkur að
syngja íslensk ættjarðarljóð og leiddi
sönginn. Flutti svo ágæta fjöruga ræðu
viðvíkjandi Islandi, kryddaða skemmtileg-
um frásögnum og mælsku, hvatti okkur
til að viðhalda okkar góðu og göfugu' ís-
lenzku tungu. þetta er okkur eftirminni-
legur dagur.
Vegna snjóþyngsla og afar mikilla kulda
hefir ekki orðið af fundarhöldum í vetur;
embættismenn deildarinnar þeir sömu og
siðastliðið ár.
Með bestu óskum til þjóðræknisþingsins
Virðingarfylst
Thorsteinn J. Gíslason
Tillaga Einars Magnússonar, studd af
Dr. Richard Beck, að skýrslan sé viðtekin,
samþykkt.
Sigurður Baldvinsson las skýrslu Gimli
deildarinnar.
Skýrsla Þjóðræknisdeildarinriar
„Gimll" 1948
Gimli deildin hefir starfað svipað og að
undanförnu. Fjórir starfs- og skemtifundir
haldnir á árinu með góðri aðsókn.
íslenskuskólinn á hverjum miðviku-
degi. Skólastjóri er Mrs. N. O. Kárdal,
starfandi með henni eru sem hér segir:
Mrs. Th. Kárdal,
Mrs. I. N. Bjarnason,
Mrs. H. G. Sigurðsson,
Mrs. R. Jones,
Mrs. W. Einarson.
Inntektir hafa verið litlar á árinu, en
það má ekki taka það svo, að það sé
dauft í félagsskapnum; það er þvert á
móti, það er verið að undirbúa fyrir stóra
samkomu, sem halda á I vor. 1 sjóði voru
$89.19 á ársfundinum.
Embættismenn fyrir næsta ár eru þessir;
Mr. Guðm. Félsted — Forseti,
Mr. I. N. Bjarnason —- Ritari,
Mr. E. Ólafsson — Féhirðir.
Æskilegt væri að meiri samvinna væri
um hönd höfð milli aðaldeildarinnar f
Winnipeg og deilda út um landið, t. d.
væri gaman að sjá eitthvað nýtt frá ís-
landi myndir, (films) sérstaklega.
Með kærri kveðju og hugheilustu ham-
ingjuóskum til þingsins.
Vinsam!legast
Ingólfur N. Bjarnason .
Tveir merkir félagar deildarinnar ,Gimli‘
hafa látist á árinu ]peir Guðni Þorsteins-
son og Þórður Þórða.rson.
Tillaga J. J. Bíldfell, studd af Einari