Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 24
DR. J. P. PÁLSSON:
Krossgötur
Leiksýning í þremur þáttum
PERSÓNUR
Ásvaldur (einbúi)
Kýminn (förumaður)
Jón
Sveinn
Björg
Dísa
Auðunn
Steinn
FYRSTI ÞÁTTUR
Leiksviðið
Rjóður í risavöxnum frumskógi.
Gamlir stofnar vitna um, að það
var rutt fyrir mörgum árum; og
hefir nýr skógur vaxið upp, nema
á blettinum, sem svarar leiksviðinu.
Á því miðju stendur vegvísir með
fjórum álmum letruðum, og vísar
hver þeirra á gangstíg út milli
trjánna.
Aftast til hægri partur af stafni
á bjálkakofa og dyr á. í baksýn rísa
trjátoppar frumskógarins yfir ný-
gróðurinn, sem vaxið hefir upp
síðan rjóðrið var rutt, og lokar út-
sýn til hægri og vinstri. Fossniður í
fjarska. — Jón og Kýminn standa
við vegvísinn og lesa letrið á álmun-
um.
Kýminn — Bölvuð ekki sins vit-
leysa er þetta. Eins og allar götur
liggi ekki til Rómu.
Jón (les) — Til glaums og gleði. —
Herra trúr! Hver mundi ekki vilja
stefna þangað? (Les) Til vits og
vilja. — Hvað skyldi það meina?
(Les) Til hjálpar bágstöddum. —
Ekki langar mig þangað.
Kýminn — Og því ekki?
Jón — Ég, staurblankur — nema.
Kýminn — Nema hvað?
Jón — Nema ég færi þangað og
einhver yrði til þess, að hjálpa mér.
Kýminn — Hjálpaðu þér sjálfur,
greyið mitt.
Jón — Hvernig þá?
Kýminn — Líttu bara á mig, Jónsi
minn, mig flækinginn. (Fer ofan í
vasa sinn og kemur upp með hand-
fylli af silfurpeningum).
Jón — Peningar! Má ég skoða þá?
Kýminn — Auðvitað peningar.
Heldurðu að ég gangi með rusl í
vösunum? (Fær Jóni silfrið).
Jón — Skæra silfur! (Handleikur
peningana).
Kýminn — Bara silfur í dag. Ef
til vill gull á morgun, ef lánið
reynist mín megin.
Jón — Silfur o'g gull — og þú
flækingur.
Kýminn — Teningarnir fara ekki
í manngreinarálit.
Jón — Þú átt þó ekki við fjár-
hættuspil?
Kýminn — Hvað annað? Lánið er
aðeins þar, sem hættan er annars
vegar.
Jón — En ég kann ekkert fjár-