Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 25

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 25
KROSSGÖTUR 7 hættuspil. (Skilar Kýmni silfrinu). Kýminn — Blessaður vertu! Það útheimtir engan lærdóm. (Stingur silfrinu á sig, og kemur upp með tvo teninga). Sjáðu nú til. Nú kasta ég þessum teningum og sé lánið með mér, koma háu númerin upp. (Kast- ar teningunum. — Báðir aðgæta úr- slitin). Svei attan! Tveir og tveir eru fjórir. Jón — Er þetta öll kúnstin? Kýminn — Nei. Þetta er einfald- asta aðferðin og bezt fyrir þig, sem ert að byrja. Ég veðja tuttugu og fimmsenting, og nú kastar þú. Ef hærri tala en fjórir koma upp hjá þér, vinnur þú tuttugu og fimm sentinginn. Jón — En ef ég fæ minna en fjóra? Kýminn — Þá vinn ég jafn mikið af þér. Jón — En ég á ekki eitt sent. Kýminn — Þá lána ég þér, til að byrja með. (Þeir krjúpa, og Kýminn leggur tvo tuttugu og fimm sentinga á milli þeirra). Nú kastar þú Jónsi. (Fær Jóni teningana). Jón — (Kastar). Fjórir og fimm eru ellefu! Kýminn — Þú vinnur. Lánið er með þér í dag. Jón — Ég veðja öllu. (Kastar. — ^eir þreyta leikinn þar til Jón hefir unnið alt silfrið, sem hann stingur í vasa sinn). Kýminn — Þú gleymdir, að borga mér lánið, Jónsi. Jón — Á-já. Viltu ekki að við köstum einu sinni enn, fyrir tuttugu °g fimm sent? Kýminn — Nei, Jónsi minn. Ég þarf þeirra með, næst þegar ég freista gæfunnar. Ásvaldur — (Kemur út úr kofan- um og veitir þeim eftirtekt. — Jón réttir Kýmni tuttugu og fimm senting). Hvað leikið þið? Kýminn (Hann og Jón standa upp). Teningskast. Og lukkan er öll með honum Jónsa hérna. Jón — Ég skil bara ekkert í þessu. Áðan allslaus, og nú með fulla vasa af peningum. Kýminn — í svipinn ertu óska- barn gæfunnar. Ég í gær, þú í dag. Lánið er dutlungafull kenjakind. Ásv. — Ekki er það rétt grundað. Eins og alt annað lýtur það lögum náttúrunnar. Kýminn — Og mesta kenjakindin er náttúran. Ásv. — Okkur finst það, af því við skiljum hana ekki. Kýminn — Eins og nokkur lif- andi maður skilji hundakúnstir til- verunnar! Ásv. — í leit sinni eftir sannleik- anum, komast vísindamennirnir smásaman nær og nær því, að skilja öll fyrirbrigði náttúrunnar, að með- töldu þessu, sem lán eða lukka kallast. — Kýminn — Og er ekkert annað en tilviljun. Ásv. — Einu gildir hverju nafni það nefnist. Stærðfræðin gerir grein fyrir því. Kýminn — Ég hefði gaman af, að sjá stærðfræðinga vinna peninga af honum Jónsa í dag. Eða nota þeir ekki teninga til að stúdera dutlunga tilverunnar? Ásv. — Til þess nota þeir talrúnir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.