Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Side 26
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Jón — Ég vil læra talrúnir, svo ég
geti unnið peninga af öðrum.
Kýminn — Mikið blessað barn
ertu, Jónsi minn. Talrúnir! Hvílík
endemis vitleysa.
Ásv. — Stærðfræðin er ekki til
þess, að auka vinninga í fjárhættu-
spili.
Jón — Til hvers er hún þá?
Ásv. — Hún er ein grein vísind-
anna, ein leiðin í sannleiksleit
mannanna.
Kýminn — Einn krókurinn enn.
Eins og þeir villist ekki nóg, þó þeir
leiti ekki eftir nýjum villigötum.
Jón — En hvað um þennan veg-
vísi? Ekki ættum við að villast, fyrst
við fundum hann.
Ásv. — Nei, enginn er viltur
meðan hann stendur á vegamótum.
Jón — En hann vísar í allar áttir.
Hverja götuna á ég að ganga héðan?
Ásv. — Sama í hvaða átt þú ferð,
ef þú endist til að halda stefnunni.
Kýminn — (Starir á Ásv.) Þú ert
sá mesti spekingur, sem ég hefi
fyrirhitt á lífsleiðinni.
Jón — Ég botna ekkert í þessu.
Eru þetta talrúnir?
Kýminn — Nei, nei, Jónsi minn.
Þetta er það, sem ég er altaf að
troða í þig, að allar götur liggja til
Rómu.
Jón — Það skil ég ekki heldur.
Ég þarf líklega að fara í skóla og
læra að skilja hlutina. Við hverja
götuna er bezti skólinn?
Kýminn — Þar er enginn skóli
öðrum betri. Allar götur liggja til
Rómu, og þar er öll heimsins speki.
Jón — (Lítur spurnaraugum til
Ásv.) Er þetta satt?
Ásv. — Já, það er talsvert til í því.
Jón — Fari ég, til dæmis, götuna
til glaums og gleði?
Ásv. — Þá verður þú með fjöld-
anum, því þar er gatan greiðust og
mest að sjá, mest að læra og skilja.
Jón — En ég vil ekki verða einn
með fjöldanum. Ég vil vera meira,
verða ofar fjöldanum, komast lengra
og hærra en nokkur annar.
Kýminn — Þú kemst aldrei lengra
né hærra en til Rómu, eins og við
hinir.
Ásv. — Það er eitthvað í þig
spunnið, drengur minn. Lestu veg-
vísinn með gaumgæfni, og farðu svo
þína leið.
Kýminn — Já, farðu þína leið
eftir öllum götum. Það hefir mér
reynzt bezt.
Jón — Ég ætla mér ekki, að verða
flækingur eins og þú, Kýminn. Ég
tek stíginn til vegs og valda. Verið
sælir. (Fer).
Kýminn — (hristir höfuðið) Mikið
bölvað þanþot er í ungviðinu.
Ásv. — Æskan er ör. Guð blessi
hana.
Kýminn — Satt er það. Ég ætti
að muna mína daga. En hvað hefst
þú að hér í skóginum?
Ásv. — Bý hérna í kofanum mín-
um og lifi.
Kýminn — Og vísar ungviðinu
til vegar.
Ásv. — Það er kallað svo.
Kýminn — Eiginlega sýndist mér
þú vísa honum Jónsa, greyinu, á
flæking.
Ásv. — Hann er og verður á flæk-
ingi hvort eð er. Allir eru á flækingi
eftir þinni lexikon.
Kýminn — Allir nema þú.